Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

Málsnúmer 2104031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. apríl 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram til kynningar drög að breyttu deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Bíldudal. skipulagið nær yfir landfyllingu sem nú er í framkvæmd, í nýju skipulagi er gert ráð fyrir 5 nýjum byggingarlóðum á bilinu 800-1500 m2, rúmlega 3300 m2 geymslusvæði ásamt nýjum vegi að lóðunum.
13. september 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Bíldudalshöfn þar sem kynnt eru drög að skipulagi nýrrar landfyllingar. Byggingarlóðirnar eru samtals 5 talsins og eru á bilinu 800-1600 m2, lóðirnar bera heitið Strandgata 14A - Strandgata 14E. Þá er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að útisvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins sem einnig nýtist sem aðkoma að hinum lóðunum. Á svæðinu er um 2.200 m2 geymslusvæði áætlað.
18. október 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar, breytingin tekur til nýrrar landfyllingar. Byggingarlóðirnar eru samtals 5 talsins og eru á bilinu 800-1600 m2, lóðirnar bera heitið Strandgata 14A - Strandgata 14E. Þá er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að útisvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins sem einnig nýtist sem aðkoma að hinum lóðunum. Á svæðinu er um 2.200 m2 geymslusvæði áætlað.
12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal. Breytingin felst í því að skilgreindar eru 6 nýjar lóðir en einnig breyting á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4.

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að aðlaga þarf nýtingarhlutfall á Strandgötu 10-12 og Hafnarteig 4A til samræmis við nýjar lóðir á fyllingunni. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir ekki lið 4 í fylgiskjali með skipulagi og leggur til að orðalag verði á þann hátt að efnisval nýrra bygginga á fyllingu verði samræmt innan svæðis eins og kostur er.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt með fyrrgreindum breytingum og afgreidd skv. 3. mgr. 40. gr og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. apríl 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal. Breytingin felst í því að skilgreindar eru 6 nýjar lóðir en einnig breytingu á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4.

Skipulags- og umhverfisráð bókað um málið á 94. fundi sínum að aðlaga þyrfti nýtingarhlutfall á Strandgötu 10-12 og Hafnarteig 4A til samræmis við nýjar lóðir á fyllingunni. Þá samþykkti Skipulags- og umhverfisráð ekki lið 4 í fylgiskjali með skipulagi og lagði til að orðalag verði á þann hátt að efnisval nýrra bygginga á fyllingu verði samræmt innan svæðis eins og kostur er.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögur skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 3. mgr. 40. gr og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. apríl 2022 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal. Breytingin felst í því að skilgreindar eru 6 nýjar lóðir en einnig breytingu á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4.

Skipulags- og umhverfisráð bókað um málið á 94. fundi sínum að aðlaga þyrfti nýtingarhlutfall á Strandgötu 10-12 og Hafnarteig 4A til samræmis við nýjar lóðir á fyllingunni. Þá samþykkti Skipulags- og umhverfisráð ekki lið 4 í fylgiskjali með skipulagi og lagði til að orðalag verði á þann hátt að efnisval nýrra bygginga á fyllingu verði samræmt innan svæðis eins og kostur er. Á 39. Fundi hafna- og atvinnumálaráðs samþykkti ráðið tillögur skipulags- og umhverfisráðs að breytingum.

til máls tók forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna m.v. athugasemdir ráðanna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. að hún verði afgreidd skv. 3. mgr. 40. gr og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Ein athugasemd barst frá Rækjuveri á auglýsingatíma og fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni en tillagan var send til umsagnar til Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

Í athugasemd Rækjuvers ehf. er farið fram á að Vesturbyggð felli niður tillögu um lóðirnar Strandgötu 14A og 14B, og ennfremur tillögu um stækkun lóðarinnar Strandgötu 10-12 í átt að verksmiðjuhúsi Rækjuvers og að lóðarmörkum Strandgötu 14A. Ennfremur verði fallið frá götulagningu nánast upp að vegg verksmiðjuhúss Rækjuvers sjávarmegin.
Farið er fram á, að sjávarmegin við verksmiðjuhúsið verði a.m.k. 15-20 m. breitt athafnasvæði.

Í skipulaginu er ekki verið að stækka lóðina að Strandgötu 10-12 í átt að Rækjuver heldur er verið að minnka lóðina í átt að Rækjuver og stofna tvær nýjar lóðir, Strandgötu 14A og 14B á því svæði sem áður tilheyrði Strandgötu 10-12. Lóðarmörk húss Rækjuvers ehf. sjávarmegin að Strandgötu eru við vegg hússins. Ráðið getur ekki fallist á að útbúa plan á svæðinu í stað byggingalóða en á landfyllingunni skapast hinsvegar tæplega 2200m2 plan/geymslusvæði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. júlí 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Ein athugasemd barst frá Rækjuveri á auglýsingatíma og fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni en tillagan var send til umsagnar til Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

Skipulags- og umhverfisráð vísaði málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs á 96. fundi sínum og bókaði eftirfarandi um málið:

Í athugasemd Rækjuvers ehf. er farið fram á að Vesturbyggð felli niður tillögu um lóðirnar Strandgötu 14A og 14B, og ennfremur tillögu um stækkun lóðarinnar Strandgötu 10-12 í átt að verksmiðjuhúsi Rækjuvers og að lóðarmörkum Strandgötu 14A. Ennfremur verði fallið frá götulagningu nánast upp að vegg verksmiðjuhúss Rækjuvers sjávarmegin.
Farið er fram á, að sjávarmegin við verksmiðjuhúsið verði a.m.k. 15-20 m. breitt athafnasvæði.

Í skipulaginu er ekki verið að stækka lóðina að Strandgötu 10-12 í átt að Rækjuver heldur er verið að minnka lóðina í átt að Rækjuveri og stofna tvær nýjar lóðir, Strandgötu 14A og 14B á því svæði sem áður tilheyrði Strandgötu 10-12. Lóðarmörk húss Rækjuvers ehf. sjávarmegin að Strandgötu eru við vegg hússins. Ráðið getur ekki fallist á að útbúa plan á svæðinu í stað byggingalóða en á landfyllingunni skapast hinsvegar tæplega 2200m2 plan/geymslusvæði.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan yrði samþykkt.
Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs. Hafna- og atvinnumálaráð getur ekki séð að skipulagning nýrra iðnaðarlóða í grennd við Rækjuver ehf. hafi nokkur áhrif á starfsemi Rækjuvers ehf. Ekki eru áformaðar breytingar á vegi sem liggur neðan við Rækjuver.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. júlí 2022 – Bæjarráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Ein athugasemd barst frá Rækjuveri á auglýsingatíma og fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni en tillagan var send til umsagnar til Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

Skipulags- og umhverfisráð vísaði málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs á 96. fundi sínum og bókaði eftirfarandi um málið:

Í athugasemd Rækjuvers ehf. er farið fram á að Vesturbyggð felli niður tillögu um lóðirnar Strandgötu 14A og 14B, og ennfremur tillögu um stækkun lóðarinnar Strandgötu 10-12 í átt að verksmiðjuhúsi Rækjuvers og að lóðarmörkum Strandgötu 14A. Ennfremur verði fallið frá götulagningu nánast upp að vegg verksmiðjuhúss Rækjuvers sjávarmegin.
Farið er fram á, að sjávarmegin við verksmiðjuhúsið verði a.m.k. 15-20 m. breitt athafnasvæði.

Í skipulaginu er ekki verið að stækka lóðina að Strandgötu 10-12 í átt að Rækjuver heldur er verið að minnka lóðina í átt að Rækjuveri og stofna tvær nýjar lóðir, Strandgötu 14A og 14B á því svæði sem áður tilheyrði Strandgötu 10-12. Lóðarmörk húss Rækjuvers ehf. sjávarmegin að Strandgötu eru við vegg hússins. Ráðið getur ekki fallist á að útbúa plan á svæðinu í stað byggingalóða en á landfyllingunni skapast hinsvegar tæplega 2200m2 plan/geymslusvæði.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan yrði samþykkt.
Hafna- og atvinnumálaráð tók undir bókun skipulags- og umhverfisráðs. Hafna- og atvinnumálaráð getur ekki séð að skipulagning nýrra iðnaðarlóða í grennd við Rækjuver ehf. hafi nokkur áhrif á starfsemi Rækjuvers ehf. Ekki eru áformaðar breytingar á vegi sem liggur neðan við Rækjuver.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti tillöguna.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.