Hoppa yfir valmynd

Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar - ósk um umsögn hagsaðila

Málsnúmer 2105010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. maí 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram til kynningar erindi frá Landgræðslunni, dags. 6. maí 2021. Í erindinu er óskað umsagnar um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.

Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að sett sé fram vönduð stefna á landsvísu um landgræðslu en vill þó árétta að skoða þurfi umsóknir um landgræðsluverkefni svæðisbundið þar sem aðstæður geta verið mismunandi og aðrir hagsmunir kunni að vera fyrir hendi sem þurfi ávallt að vega og meta hverju sinni.