Hoppa yfir valmynd

Kynning á drögum að landáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar 2021-2031 - ósk um umsögn

Málsnúmer 2105013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. maí 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram til kynningar erindi frá Skógræktinni, dags. 7. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að sett sé fram vönduð stefna á landsvísu um skógrækt. Sveitarfélagið vill þó árétta að ætíð þurfi að skoða umsóknir um skógræktarverkefni svæðisbundið. Aðstæður geta verið mismunandi og ólíkir hagsmunir sem þurfi ávallt að vega og meta hverju sinni. Gæta verður að skógrækt falli vel að landi og myndi ákveðna samfellu. Þá leggur ráðið til að við skógrækt á Vestfjörðum verði, eins og kostur er, litið til tegunda sem eru einkennandi fyrir svæðið og horft til náttúrulegs landslags.

Erindinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
18. maí 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 84. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Lagt fram til kynningar erindi frá Skógræktinni, dags. 7. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.