Hoppa yfir valmynd

Áform Arnarlax og Arctic Fish um byggingu sláturhúss

Málsnúmer 2105052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. maí 2021 – Bæjarstjórn

Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

Lögð fram til kynningar gögn frá kynningarfundi sem haldinn var 17. maí sl. þar sem Björn Hembre, forstjóri Arnarlax og Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish kynntu mögulega uppbyggingu sláturhúss á Patreksfirði.

Bæjarstjóra ásamt hafnarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að taka saman gögn og upplýsingar vegna málsins og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Til máls tóku: Varaforseti, FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að fyrirtækin sjái tækifæri í áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Varaforseti afhenti fundarstjórnina aftur til forseta.
8. júní 2021 – Bæjarráð

Rætt um gögn frá kynningarfundi sem haldinn var 17. maí sl. þar sem Björn Hembre, forstjóri Arnarlax og Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish kynntu um uppbyggingu sláturhúss á Patreksfirði. Lögð fyrir gögn og upplýsingar vegna sláturhúss á Patreksfirði sem rædd voru á vinnufundi bæjarstjórnar 8. júní sl. Tekið er jákvætt í hugmyndir fyrirtækjanna um framtíðaruppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð fagnar því að fyrirtækin sjái tækifæri í áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis í Vesturbyggð, enda er fiskeldi eitt af grunnstoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu. Bæjarstjóra falið að svara fyrirspurnum fyrirtækjanna og óska eftir frekara samtali um framhaldið.
11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Vesturbyggðar og Arnarlax vegna uppbyggingar sláturhús á Patreksfirði. Samkvæmt viljayfirlýsingunni áformar Arnarlax að byggja sláturhús á lóð á Vatneyri en gert er ráð fyrir að Straumnes (Kaldbakur) og móttökusvæði fyrir úrgang víki af lóðinni. Þá er gert ráð fyrir uppsetningu biðkvía og framtíðaruppbyggingu stórkipakannts við Patrekshöfn. Áætlað er að sláturhúsið sjálft verði um 9.500 m2 og þar verði til framtíðar unnt að slátra allt að 80.000 tonnum af eldisfiski. Þá er í yfirlýsingunni mælt fyrir um gerð langtímasamnings um aflagjöld og samkomulag um ógreidd aflagjöld.

Til máls tóku: Varaforseti, bæjarstjóri og JG.

Varaforseti leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun. Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að nú liggi fyrir skýr áform Arnarlax um framtíðarslátrun eldisfisks á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem nú þegar er árlega slátrað 23.000 tonnum af eldisfisk. Bæjarstjórn fagnar þeirri miklu framtíðarfjárfestingu sem Arnarlax áformar að ráðast í á næstu árum með byggingu sláturhús á Patreksfirði. Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Vesturbyggðar.

JG leggur fram eftirfarandi bókun og gerir grein fyrir atkvæði sínu.

"Ég get ekki samþykkt viljayfirlýsingu um flutning laxasláturhússins, stærsta vinnustaðarins á Bíldudal til Patreksfjarðar. Þetta er slíkt stórmál að það mun hafa miklar afleiðingar fyir Bíldudal þegar til lengri tíma er litið. Ég sit hjá við atkvæðagreiðslu"

Bókun varaforseta samþykkt með 6 atkvæðum, JG situr hjá við atkvæðagreiðslu.