Hoppa yfir valmynd

Slökkvilið og sjúkraflutningar

Málsnúmer 2105057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. maí 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lögð fram skýrsla Ráðríkrár dags. 27.11.2020 þar sem tekin var út möglulegur samrekstru slökkviliða og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðurðum. Skýrslan var unnin að beiðni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Skýrslan hefur verið kynnt bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúum.

Samráðsnefnd leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að að ekki verði farið í sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga að svo stöddu.




16. júní 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram bókun samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps af 60. fundi nefndarinnar, þar sem fjallað var um skýrslu Ráðrík um mögulegan samrekstur slökkviliða og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðum. Samráðsnefnd lagði til við bæjarstjórn að, að ekki verði farið í sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga að svo stöddu.

Til máls tók: Forseti.

Staðfest samhljóða tillögu samráðsnefndar að ekki verði farið í sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðum að svo stöddu.