Hoppa yfir valmynd

Tilkynning til Vesturbyggðar - ósk um álit vegna lokunar Siglunesvegar nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja.

Málsnúmer 2106013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. júní 2021 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 1. júní 2021 frá Gísla Gunnari Marteinssyni vegna fyrirhugaðarar lokunar á Siglunesvegni nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja. Í erindinu er óskað eftir áliti Vesturbyggðar á því að veginum verði lokað þar sem ekki liggi fyrir hver er veghaldari eftir að Vegagerðin sagði sig frá veginum og því ekki ljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi.

Bæjarráð vísar málinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs til umsagnar.




12. ágúst 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi vísað til til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisráðs frá 923. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Lagt fram bréf dags. 1. júní 2021 frá Gísla Gunnari Marteinssyni vegna fyrirhugaðarar lokunar á Siglunesvegi nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja. Í erindinu er óskað eftir áliti Vesturbyggðar á því að veginum verði lokað þar sem ekki liggi fyrir hver er veghaldari eftir að Vegagerðin sagði sig frá veginum og því ekki ljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi.

Skipulags- og umhverfisráð harmar ákvörðun Vegagerðarinnar um að fella Siglunesveg nr.611 af vegaskrá.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að beiðni verði send til Vegagerðarinnar um að Siglunesvegur nr.611 verði aftur flokkaður sem héraðsvegur eða landsvegur, en á svæðinu er ýmiss atvinnustarfsemi svo sem heyskapur, skógrækt og aðgengi að vinsælum útivistarsvæðum og gönguleiðum.




16. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 1. júní 2021 frá Gísla Gunnari Marteinssyni vegna fyrirhugaðarar lokunar á Siglunesvegni nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja. Í erindinu er óskað eftir áliti Vesturbyggðar á því að veginum verði lokað þar sem ekki liggi fyrir hver er veghaldari eftir að Vegagerðin sagði sig frá veginum og því ekki ljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi.

Bæjarráð vísaði málinu áfram á 923. fundi sínum til skipulags- og umhverfisráðs til umsagnar.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 87. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarráð að beiðni verði send til Vegagerðarinnar um að Siglunesvegur nr.611 verði aftur flokkaður sem héraðsvegur eða landsvegur, en á svæðinu er ýmiss atvinnustarfsemi svo sem heyskapur, skógrækt og aðgengi að vinsælum útivistarsvæðum og gönguleiðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðina í samræmi við bókun skipulags og umhverfisráðs.




25. janúar 2022 – Bæjarráð

Lagt fyrir svar Vegagerðarinnar dags. 24. janúar 2022 við fyrirspurn Vesturbyggðar varðandi Siglunesveg nr. 611.

Bæjarráð felur Bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.