Hoppa yfir valmynd

Strandgata 1, Bíldudal. Umsókn um byggingaráform og stækkun lóðar.

Málsnúmer 2106026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi við afgreiðslu á málinu.

Erindi frá Arnarlax dags. 28.05.2021. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar Strandgötu 1 á Bíldudal sem og samþykki fyrir byggingaráformum vegna stækkunar á verkstæði. Viðbyggingin er um 57 m2 og er lóðarstækkun í samræmi við það. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 teiknistofu dags. 28.05.2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt og samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Hafnarteig(Varaaflsstöð Orkubús Vestfjarða).

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.




16. júní 2021 – Bæjarstjórn

Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

Lagt fram erindi frá Arnarlax dags. 28. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar Strandgötu 1 á Bíldudal sem og samþykki fyrir byggingaráformum vegna stækkunar á verkstæði. Viðbyggingin er um 57 m2 og er lóðarstækkun í samræmi við það. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 teiknistofu dags. 28. maí 2021. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 85. fundí sínum að lóðarstækkunin yrði samþykkt og samþykkti byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðar Strandgötu 1 á Bíldudal og byggingaáformin með fyrirvara um grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.

Forseti kom aftur inn á fundinn og varaforseti afhenti fundarstjórn aftur til forseta.