Hoppa yfir valmynd

Rekstur og fjárhagsstaða 2021

Málsnúmer 2106041

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. júní 2021 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir fjárhagsupplýsingar sem teknar voru saman fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga að beiðni samgöngu- og sveitarstjornarráðherra. Beiðnin var lögð fyrir á 919. fundi bæjrráðs Vesturbyggðar.

Útsvarið fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins er nokkuð betra en áætlun gerði ráð fyrir eða um 23 milljónir. Launakostnaður er 1,8 milljón yfir áætlaðri tölu og fjárhagsaðstoð um 800 þúsund yfir áætlun.
Búið er að framkvæma fyrir um 33 milljónir í lok apríl.




21. september 2021 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Rekstrarniðurstaða miðað við tímabilið er jákvæð uppá 2.500 þ.kr. sem er betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og munar þar mest hækkun útsvars og framlaga úr jöfnunarsjóði. Launakostnaður vegna fræðslumála er nokkuð yfir áætlun eða um 5,8% og er rekstur þjónustumiðstöðva lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir.