Hoppa yfir valmynd

Örlygshafnarvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2106070

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. júlí 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 1. júlí 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir nýbyggingu Örlygshafnarvegar (612) um Hvallátra. Um er að ræða nýbyggingu á um 2 km kafla á Örlygshafnarvegi um Hvallátra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi í gegnum húsaþyrpingu á Hvallátrum og færa umferðina úr byggðinni. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 sem og deiliskipulag Látrabjargs. Ákvörðun um matsskyldu lá fyrir 7. ágúst 2020 þar sem framkvæmdin var ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Meðfylgjandi umsókninni er framkvæmdalýsing og uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn með fyrirvara um samþykki landeigenda að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




6. júlí 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 1. júlí 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir nýbyggingu Örlygshafnarvegar (612) um Hvallátra. Um er að ræða nýbyggingu á um 2 km kafla á Örlygshafnarvegi um Hvallátra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi í gegnum húsaþyrpingu á Hvallátrum og færa umferðina úr byggðinni. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 sem og deiliskipulag Látrabjargs. Ákvörðun um matsskyldu lá fyrir 7. ágúst 2020 þar sem framkvæmdin var ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Meðfylgjandi umsókninni er framkvæmdalýsing og uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð tók umsóknina fyrir á 86. fundi sínum þann 3. júlí sl. þar sem það lagði til við bæjarstjórn með fyrirvara um samþykki landeigenda að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð skv. umboði bæjarstjórnar, staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki landeigenda.