Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaáætlun bæjarstjórnar - lagning vegar að fimm lóðum í Mórudal

Málsnúmer 2107043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Unnari Þór Böðvarssyni, dags. 26. júlí 2021. Þar er lagt til að veglína fyrir svæðið á Langholti í Mórudal verði breytt frá núgildandi deiliskipulagi, þar sem vegstæðið verði fært og staðsett þar sem minni snjósöfnun verður. Þá er í erindinu lagt til að veglagning fyrir svæðið verði tekin inn í framkvæmdaáætlun bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

Bæjarráð felur byggingafulltrúa að afla frekari gagna frá bréfritara og vísar erindinu til frekari vinnslu samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2022-2025.
14. júlí 2022 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Unnari Þór Böðvarssyni, dags. 26. júlí 2021 og 30. júní 2022.

Í erindinu er óskað eftir að Vesturbyggð klári veglagningu að lóðunum á Langholti í Mórudal. Þar er lagt til að veglína fyrir svæðið á Langholti í Mórudal verði breytt frá núgildandi deiliskipulagi, þar sem vegstæðið verði fært og staðsett þar sem minni snjósöfnun verður. Með erindinu fylgir tillaga að breyttri legu aðkomuvegar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að kostnaðarmeta breytingar á aðkomuveginum eins og hann er sýndur á deiliskipulagi svæðisins annarsvegar og m.v. tillögu bréfritara hinsvegar.