Hoppa yfir valmynd

Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á Brjánslæk

Málsnúmer 2107044

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lögð fram umsókn ÍAV hf. um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á Brjánslæk, dags. 27. júlí 2021. Í umsókninni er óskað eftir stöðuleyfi fyrir svefnskála fyrir allt að 30 manns vegna vinnu við uppbyggingu á nýjum Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði. Umsókninni fylgir greinagerð, afstöðumynd af staðsetningu vinnubúðanna ásamt samþykki landeiganda (Ríkiseigna). Samþykki landeiganda er veitt með því skilyrði að ábúendur á Brjánslæk veiti samþykki sitt og samráð sé haft við Vegagerðina.

Bæjarráð samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða að uppfylltum skilyrðum landeiganda og skal gengið vel og snyrtilega um svæðið. Bæjarráð felur byggingafulltrúa að svara bréfritara.




12. ágúst 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar umsókn ÍAV ehf. dags. 27. júlí 2021. Bæjarráð tók umsóknina fyrir á 925. fundi sínum þann 4. ágúst s.l. og bókaði eftirfarandi:

Lögð fram umsókn ÍAV hf. um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á Brjánslæk, dags. 27. júlí 2021. Í umsókninni er óskað eftir stöðuleyfi fyrir svefnskála fyrir allt að 30 manns vegna vinnu við uppbyggingu á nýjum Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði. Umsókninni fylgir greinagerð, afstöðumynd af staðsetningu vinnubúðanna ásamt samþykki landeiganda (Ríkiseigna). Samþykki landeiganda er veitt með því skilyrði að ábúendur á Brjánslæk veiti samþykki sitt og samráð sé haft við Vegagerðina.

Bæjarráð samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða að uppfylltum skilyrðum landeiganda og skal gengið vel og snyrtilega um svæðið. Bæjarráð felur byggingafulltrúa að svara bréfritara.

Skipulags- og umhverfisráð leggur einnig til að skilyrði fyrir stöðuleyfinu verði að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra umhverfisþjónustu hf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemina.