Hoppa yfir valmynd

Umsókn fyrir eldsneytisafgreiðslu við Patrekshöfn

Málsnúmer 2108001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. ágúst 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Skeljungi hf, dags. 30. júlí. Í erindinu er óskað eftir leyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu í 40 feta gám á hafnarsvæði Patrekshafnar. Erindinu fylgir riss er sýnir gróflega staðsetningu.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um eldsneytisafgreiðsluna.




13. desember 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Skeljungi dags. 1. desember 2021. í erindinu er sótt um leyfi fyrir uppsetningu á eldsneytisafgreiðslu í 40 feta sölugám við Patrekshöfn. Erindinu fylgja afstöðumyndir unnar af Tækniþjónustu Vestfjarða dags. nóvember 2021.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir ekki tillögu Skeljungs en leggur til að afgreiðslan verði hornrétt m.v. fyrri tillögu. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram með Skeljungi.




15. ágúst 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Skeljungi ehf. dags. 1. desember 2021 tekið fyrir aftur. Erindið var tekið fyrir 13. desember þar sem lagðar voru til breytingar og hafnarstjóra falið að vinna málið áfram með Skeljungi. Nú hafa uppfærðir uppdrættir borist, í erindinu er sótt um leyfi fyrir uppsetningu á eldsneytisafgreiðslu við Patrekshöfn. Eldsneytisgeymar stöðvarinnar innihalda 10m3 af gasolíu, 5m3 af vélaolíu og 2,5m3 af "adblue" íblöndunarefni. Erindinu fylgja afstöðumyndir unnar af Eflu dags. 4. júlí 2022.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin.