Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Látrabjarg - Hvallátrar. Ósk um óverulega breytingu.

Málsnúmer 2108016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi frá Ingólfi Helgasyni fyrir hönd eigenda sumarhússins að Hnjúkabæ, Hvallátrum(Heimabær 1 lóð 2). Í erindinu, dagsett 19. ágúst 2021, er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs svo heimilt verði að staðsetja ca 15 m2 geymsluhús innan lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulaginu með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar þar sem heildarbyggingarmagn innan lóðar fer yfir þau mörk sem deiliskipulag svæðisins kveður á um. Grenndarkynna skal áformin sérstaklega fyrir eigendum Heimabæjar 2, Gimli(Heimabær 1 lóð 1) og Brekkubæjar(Heimabær 2 lóð 3)ásamt auglýsingu á heimasíðu.
15. september 2021 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir erindi frá Ingólfi Helgasyni fyrir hönd eigenda sumarhússins að Hnjúkabæ, Hvallátrum (Heimabær 1 lóð 2), dags. 19. ágúst 2021. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs svo heimilt verði að staðsetja ca 15 m2 geymsluhús innan lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið á 88. fundi sínum og samþykkti að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulaginu með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar þar sem heildarbyggingarmagn innan lóðar fer yfir þau mörk sem deiliskipulag svæðisins kveður á um. Grenndarkynna skal áformin sérstaklega fyrir eigendum Heimabæjar 2, Gimli (Heimabær 1 lóð 1) og Brekkubæjar (Heimabær 2 lóð 3) ásamt auglýsingu á heimasíðu.

Eftir frekari vinnslu málsins þarf ekki að taka fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem smáhýsi á lóð reiknast ekki til fermetra innan lóðar og hefur því ekki áhrif á heildar byggingarmagn innan lóðar. Lagt er því til að byggingafulltrúa verði falið að svara bréfritara.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða