Hoppa yfir valmynd

Innkaupareglur og innkaupastefna Vesturbyggðar

Málsnúmer 2108018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. desember 2021 – Bæjarráð

Lögð fram drög að innkaupastefnu Vesturbyggðar. Markmið stefnunnar er að stuðla að hagkvæmni í rekstri og hvetja um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífið, með virðingu fyrir umhverfi og samfélagi. Þá voru lögð fram drög að innkaupareglum Vesturbyggðar á grundvelli laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Reglurnar taka til allra innkaupa sveitarfélagsins.

Bæjarráð staðfestir innkaupastefnu og innkaupareglur Vesturbyggðar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.




15. desember 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram uppfærð innkaupastefna Vesturbyggðar ásamt innkaupareglum sveitarfélagsins en þær voru síðast uppfærðar árið 2012. Við vinnslu stefnunnar og reglnanna var stuðst við fyrirmynd að innkaupastefnu og innkaupareglum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt stefnum og reglum sambærilegra sveitarfélaga.

Samkvæmt innkaupastefnu Vesturbyggðar er það stefna sveitarfélagsins að innkaup stuðli að hagkvæmni í rekstri og hvetji um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi, með virðingu fyrir umhverfi og samfélagi. Þá er tilgangur innkaupareglna Vesturbyggðar að stuðla að vönduðum, hagkvæmum og vistvænum innkaupum og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem sveitarfélagið kaupir. Innkaupareglunum er ætlað að vera til fyllingar og nánari útfærslu við ákvæði laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir innkaupastefnu Vesturbyggðar og innkaupareglur sveitarfélagsins.