Hoppa yfir valmynd

FAB LAB á Patreksfirði

Málsnúmer 2108029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. ágúst 2021 – Bæjarráð

Einar Mikael Sverrisson kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir um FAB LAB á Patreksfirði og samstarf við Vesturbyggð.

Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar áformum um opnun FAB LAB á Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.




23. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lögð fram drög að samningi vegna starfsemi Fab Lab smiðju á Patreksfirði. Samkvæmt samningum er Fab Lab smiðjunni ætlað að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og starfrænum framleiðsluaðferðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fab Lab smiðjunni er ætlað að auka áhuga á verk- og tæknigreinum í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni fyrirtækja, menntastofnana og nemenda á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.