Hoppa yfir valmynd

Hafnarbraut 8, umsókn um samþykki byggingaráforma.

Málsnúmer 2109010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. september 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðlax dags. 31.08.2021. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir byggingaráformum vegna 130m2 skemmu/bílskúr á lóðinni að Hafnarbraut 8, Bíldudal. Á lóðinni er fyrir 102m2 einbýlishús. Skemman verður nýtt sem bátageymsla og 35m2 gestaíbúð í norðvesturhluta. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga dags. 09.07.2021.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Hafnarbraut 6 og 10, Dalbraut 7 og 9.




15. nóvember 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Hafnarbraut 8, Bíldudal. Óskað er eftir að fá að reisa 130 m2 skemmu/bílskúr við Hafnarbraut 8, Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna að Hafnarbraut 6 og 10, Dalbraut 7 og 9 frá 23. september til 30. október 2021.

Engar athugasemdir bárust um áformin.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.