Hoppa yfir valmynd

Skólastefna Vesturbyggðar

Málsnúmer 2109039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. desember 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Bæjarráð hefur tekið ákvörðun um að endurskoða skólastefnu Vesturbyggðar sem er frá árinu 2014.
Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdarstjóri Ásgarðs hefur tekið að sér verkið. Hún þekki skólana í Vesturbyggð mjög vel þar sem hún hefur undanfarin ár verið með ráðgjöf til þeirra. Fræðsluráð óskar eftir frekar upplýsingum um hlutverk stýrihóps.
12. janúar 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Fræðslu og æskulýðsráð tilnefnir Davíð Valgeirsson í stýrihóp vegna endurskoðunar á skólastefnu Vesturbyggðar.
21. september 2021 – Bæjarráð

Farið yfir mögulega endurskoðun á skólastefnu Vesturbyggðar sem er frá árinu 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og vísar því jafnframt til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.
23. nóvember 2021 – Bæjarráð

Rætt um endurskoðun skólastefnu Vesturbyggðar og tillögu að verklagi Ásgarðs við endurskoðunina.

Bæjarráð tekur vel í tillöguna og leggur áherslu á að gætt verði að heimsmarkmiðum sameinuðuþjóðanna við endurskoðunina. Bæjarráð vísar tillögunni áfram til Fræðslu- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir því að ráðið tilnefni einn fulltrúa í stýrihóp um verkefnið.
25. janúar 2022 – Bæjarráð

Vegna endurskoðunar skólastefnu Vesturbyggðar eru eftirtaldir aðilar skipaðir í stýrihóp sem starfa mun með Ásgarði sem mun halda utan um vinnu við endurskoðun stefnunnar.

- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
- Friðbjörg Matthíasdóttir
- Davíð Valgeirsson

Stýrihópnum er ætlað að endurskoða skólastefnuna, forgangsraða helstu viðfangsefnum, móta leiðir, móta aðgerðaráætlun og fræðslu um innleiðingu skólastefnunnar með gæðaviðmiðum um innra mat og mælanlegum markmiðum. Þá verði við endurskoðunina litið til innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúum í stýrihópnum er greitt fyrir fundi hópsins með sama hætti og nefndarfundi. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs skulu starfa með hópnum.
9. mars 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Kristrún Lind Birgisdóttir kom á fundinn undir þessum lið og kynnti þá vinnu sem unnin hefur verið við endurskoðun á skólastefnu Vesturbyggðar. Á 935 fundi bæjarráðs var skipaður stýrihópur til að vinna að endurskoðuninni með Kristrúnu. Í stýrihópnum eru Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir og Davið Valgeirsson. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs starfa einnig með hópnum.
9. maí 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Kristrún Lind Birgisdóttir ráðgjafi frá Ásgarði kom inn á fundinn og kynnti vinnuna sem unnin hefur verið við endurskoðun skólastefnu Vesturbyggðar og aðgerðaráætlun. Fræðslu og æskulýðsráð þakkar vinnuhópnum sem vann að endurskoðuninni með Kristrúnu vel unnin störf.
11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram endurskoðuð skólastefna Vesturbyggðar.

Í upphafi árs var skipaður starfshópur sem sá um endurskoðun skólastefnu Vesturbyggðar frá 2014, í hópnum sátu Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir og Davíð Valgeirsson og sviðsstjóri fjölskyldusviðs og bæjarstjóri störfuðu með hópnum en Kristrún Lind Birgisdóttir frá Ársgarði stýrði verkefninu. Haldnir voru fundir með starfsfólki skólanna, lagðir fyrir spurningalistar og haldinn opinn fundur með íbúum um endurskoðun stefnunnar. Lagt var upp með að ná breiðri sátt um áherslur og að stefnan næði yfir skólamál sveitarfélagsins en jafnframt íþróttir, félagsmál og menningu barna í sveitarfélaginu.

Samkvæmt stefnunni er það markmið Vesturbyggðar að starfrækja grunn, leik og tónlistarskóla sem standast ýtrustu gæðakröfur á hverjum tíma þar sem allir leggjast á eitt um að stuðla að fjölbreyttu og metnaðarfullu skólastarfi. Vellíðan barna er í fyrirrúmi og skóla- og félagsstarf byggir á að rækta styrkleika nemenda kerfisbundið. Mikil áhersla er lögð á uppbyggjandi samskipti við nemendur, foreldra og á milli starfsfólks. Leitað verði fjölbreyttra leiða til þess að koma til móts við nemendur og foreldra óháð búsetu og lögð áhersla á að tengja saman skólastarf, íþróttir, tómstundir og félagslíf.

Einnig er lögð fram tillaga að aðgerðaráætlun á grundvelli stefnunnar sem unnin verður áfram í samráði við fræðslu- og æskulýðsráð.

Til máls tók: Varaforseti

Samþykkt samhljóða