Hoppa yfir valmynd

Samþykktir um stjórn Vesturbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 2109040

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. mars 2022 – Bæjarráð

Bæjarstjóri fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar. Meðal þess sem vinnuhópurinn hefur skoðað eru breytingar á stjórnskipan Vesturbyggðar til að auka skilvirkni í nefndarstörfum sveitarfélagsins. Verið er að skoða möguleika þess að koma á heimastjórnum og endurskoða fastanefndir sveitarfélagsins. Áætlað er að tillaga að breyttu stjórnskipulagi og drögum að samþykkt um stjórn Vesturbyggðar verði kynnt á næstunni.
16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um stjórn Vesturbyggðar. Samkvæmt drögunum eru lagðar til breytingar er snúa að nefndarskipan og gert ráð fyrir að kosið verði í þrjár heimastjórnir sem taka muni yfir ákveðin verkefni núverandi fastanefnda Vesturbyggðar. Samhliða því eru lagðar til breytingar á hlutverki skipulags- og umhverfisráðs sem verður umhverfis- og framkvæmdaráð. Þá hafa drögin verið uppfærð í samræmi við auglýsingu um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga nr. 1180/2021 og leiðbeiningum innviðaráðuneytisins um ritun fundargerða og þátttöku nefndarmanna á fundum með rafrænum hætti.

Til máls tóku: Varaforseti, FM og JA.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir drög að samþykkt um stjórn Vesturbyggðar og að þau verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til umsagnar til og með 25. mars nk.

Samþykkt samhljóða.
29. mars 2022 – Bæjarráð

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um stjórn Vesturbyggðar sem kynntar voru á heimasíðu sveitarfélagsins 17. - 25. mars sl. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust um drögin. Rætt var um gildistöku ákvæðis um heimastjórnir og framkvæmd íbúakosninga skv. sveitarstjórnarlögum. Bæjarstjóra falið að uppfæra drögin og þeim vísað til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
12. apríl 2022 – Bæjarráð

Uppfærð drög að samþykktum um stjórn Vesturbyggðar lögð fram. Gildistaka ákvæðis um heimastjórnir og framkvæmd íbúakosninga skv. sveitarstjórnarlögum tekur gildi 1. október 2022 eða þegar kosið hefur verið í heimastjórnir í Vesturbyggð skv. 36. gr. og öðlast þá gildi 48. gr. og viðauki I við samþykktina. Fram að því mun 47. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum um fastanefndir Vesturbyggðar gilda.

Bæjarráð vísar drögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn.
20. apríl 2022 – Bæjarstjórn

Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir um stjórn Vesturbyggðar sem kynntar voru á heimasíðu sveitarfélagsins 17. - 25. mars sl. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust um drögin.

Gildistaka ákvæðis um heimastjórnir og framkvæmd íbúakosninga skv.sveitarstjórnarlögum tekur gildi 1. október 2022 eða þegar kosið hefur verið í heimastjórnir í Vesturbyggð skv. 36. gr. og öðlast þá gildi 48. gr. og viðauki I við samþykktina. Fram að því mun 47. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum um fastanefndir Vesturbyggðar gilda.
Til máls tóku : Forseti, GBS

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða endurskoðaðar samþykktir um stjórn Vesturbyggðar.