Hoppa yfir valmynd

Umsókn um merkingar á skiltum og ósk um meðmæli

Málsnúmer 2109053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. október 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Cycling Westfjords, dags. 28.09.2021. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að merkja stikur og staura í Vesturbyggð.

Cycling Westfjords er nýtt verkefni sem fer af stað á næsta ári eða sumarið 2022. Verkefnið snýst um að búa til áskoranir fyrir reiðhjólaferðamenn þar sem þeir velja sér eina af miskrefjandi hjólaleiðum, en búið er að teikna upp þrjár slíkar leiðir með útúrdúrum, samhliða Vestfjarðarleiðinni. Þátttakendur í verkefninu eru leiddir áfram eftir fyrirframákveðnum leiðum, með táknum sem fest er á staura eða stikur á vegum meðfram Vestfjarðarleiðinni. Bæði meðfram þjóðvegum en einnig aflögðum vegum innan Vestfjarðarfjórðungs. Á leiðinni taka þeir myndir á fyrirfram ákveðnum stöðum til sönnunnar því að þeir hafi farið þá leið. Stikur og staurar verða merkt með táknum sem vísa á leiðir og myndastaði.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, merkingar í og við þéttbýli skulu gerðar og staðsettar í samráði við sveitarfélagið. merkingar utan þettbýlis skulu gerðar í samráði við Vegagerðina.