Hoppa yfir valmynd

Húsnæðissjálfseigarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2110001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. október 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september sl. varðandi hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) sem starfi á lansdbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Í erindinu er óskað eftir afstöðu sveitarstjórna á landsbyggðinni um hugmyndina og upplýsi sambandið um afstöðuna fyrir lok október nk.

Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur bæjarstóra að vinna drög að svari til sambands íslenskra sveitarfélaga sem lagt verði fyrir á næsta fund bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
20. október 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september 2021 varðandi hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) sem starfi á landsbyggðinni. Í erindinu er óskað eftir afstöðu sveitarstjórna á landsbyggðinni um hugmyndina og upplýsi sambandið um afstöðuna fyrir lok október nk. Bæjarráð tók jákvætt í hugmyndina á 929. fundi ráðsins 12. október 2021 og fól bæjarstjóra að vinna drög að svari sem liggja hér fyrir fundinum.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsögnina til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
8. febrúar 2022 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 31. janúar 2022 þar sem boðað er til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem stuðli að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagðir fram tölvupóstar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31. janúar 2022 og 14. febrúar 2022 þar sem í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er boðað til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni. Þá er í erindinu vísað til umræðufunds um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem fór fram 27. janúar 2022 en þar var farið yfir helstu forsendur aukins samstarfs sveitarfélaga til að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er gert ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir. Þegar hafa 21 sveitarfélag lýst áhuga á að taka þátt í stofnun hses og gert er ráð fyrir að í félagið renni alls 70 íbúðir. Stofnfundurinn mun fara fram 23. febrúar 2022.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir að sveitarfélagið Vesturbyggð verði stofnaðili að fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun og leggja fram 100.000 kr. stofnfé. Bæjarstjóra falið að taka, fyrir hönd sveitarfélagsins, þátt í stofnfundi húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.
29. mars 2022 – Bæjarráð

Lögð fram fundargerð stofnfundar Húsnæðissjálfseignarstofnun Brák hses. sem fór fram 23. febrúar sl.