Hoppa yfir valmynd

Úttekt á slökkviliði á sunnanverðum Vestfjörðum

Málsnúmer 2110002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. október 2021 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 30. september 2021 vegna úttektar á slökkviliði Vesturbyggðar sem fram fór 9. september sl. Markmið úttektarinnar var að staðreyna hvort framkvæmd starfs slökkviliðsins væri í samræmi við lög um brunavarnir, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og brunavarnaáætlun sveitarfélagsins og koma á framfæri leiðbeiningum til bæjarstjórnar Vesturbyggðar um það sem betur mætti fara eftir því sem við á.

Bæjarráð vísar til þess að málefni slökkviliða á sunnanverðum Vestfjörðum er til skoðunar og er skýrsla HMS mikilvægt gagn í þeirri vinnu.