Hoppa yfir valmynd

Bréf ráðuneytisins til sveitarfélaga vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 2110004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. október 2021 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 4. október 2021 þar sem tilkynnt er að á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, hafi ráðuneytið gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hafi ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
20. október 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 4. október 2021 þar sem tilkynnt er um nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Breytingarnar taka mið að lögum nr. 96/2021 um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Einnig er lögð fram uppfærð fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaginu skv. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga. Þá er í bréfinu tilgreint að ekki verði tekin ný ákvörðun á grundvelli 131. gr. sveitarstjórnarlaga um heimildir til að víkja frá ákveðnum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, m.a. vegna fjarfunda vegna Covid-19 faraldursins.

Til máls tók: Forseti

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra ásamt tveimur bæjarfulltrúum að leiða vinnu við breytingar á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar. Lagt er til að forseti bæjarstjórnar og Friðbjörg Matthíasdóttir komi að undirbúningi breytinganna.

Með vísan til 14. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum og 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 leggur forseti til að bæjarstjórn heimili hér með að nota megi fjarfundabúnað og halda rafræna fundi í sérstökum tilvikum í samræmi við skilyrði sveitarstjórnarlaga. Þá leggur forseti til að formaðar verði vinnureglur fyrir kjörna fulltrúa og nefndarmenn varðandi þátttöku á rafrænum fundum á vegum sveitarfélagsins sem lagðar verði fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.