Hoppa yfir valmynd

Breyting á Aðalskipulagi ísafjarðarbæjar 2008-2020. Kynning á skipulagslýsingu -landfylling á Eyrinni, Ísafirði

Málsnúmer 2110016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. október 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ, dagsett 11. okktóber 2021 þar sem óskað er umsagnar um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingarnar gera ráð fyrir nýrri landfyllingu norðan Fjarðarstrætis á Skutulsfjarðareyri. Megin hluti landfyllingarinnar verður skilgreindur sem íbúðarbyggð en einnig verða í skipulagsvinnunni skoðaðir möguleikar á að hafa þar skólabyggingu og minni háttar þjónustu.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.




20. október 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ, dags. 11. október 2021 þar sem óskað er umsagnar um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. Fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingarnar gera ráð fyrir nýrri landfyllingu norðan Fjarðarstrætis á Skutulsfjarðareyri. Megin hluti landfyllingarinnar verður skilgreindur sem íbúðarbyggð en einnig verða í skipulagsvinnunni skoðaðir möguleikar á að hafa þar skólabyggingu og minni háttar þjónustu. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 89. fundi sínum 14. október 2021 og gerði ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og gerir ekki athugasemd við aðalskipulagið




11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ með tölvupósti, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar við vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka byggingarland fyrir íbúðir á Ísafirði. Landfyllingin verður norðan Skutulsfjarðareyrar, nánar tiltekið frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4. Fyrirhugað er að nýta efni í landfyllinguna sem fellur til vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.