Hoppa yfir valmynd

Aðalskoðun leiksvæða

Málsnúmer 2110019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. mars 2022 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram fyrir ráðið til kynningar Aðalskoðun leiksvæða í Vesturbyggð framkvæmt af Bsi á Íslandi.

Aðalskoðun leiksvæða er ástandsskoðun í samræmi við reglugerð þar sem gerð er heildarúttekt á öryggi leikvallatækja, yfirborðsefna og á leiksvæðinu öllu.

Markmið aðalskoðunar er að stuðla að öryggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt.
Aðalskoðun er framkvæmd í samræmi við Reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim og Reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.