Hoppa yfir valmynd

Járnhóll, Bíldudal. Deiliskipulagsbreyting.

Málsnúmer 2110022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. október 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal, dagsett 27.09.2021. Breytingin snýr að stækkun svæðisins niður að Bíldudalsvegi þar sem bætt er við átta lóðum. Gerðar eru einnig breytingar á lóðum 10-16 þar sem þær eru stækkaðar og bætt er við aðkomuvegi að lóð 14. Tillagan er í samræmi við afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í endurskoðuðu aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. október 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal, dags. 27. september 2021. Breytingin snýr að stækkun svæðisins niður að Bíldudalsvegi þar sem bætt er við átta lóðum. Einnig eru gerðar breytingar á lóðum 10-16 þar sem þær eru stækkaðar og bætt er við aðkomuvegi að lóð 14. Tillagan er í samræmi við afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í endurskoðuðu aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna á 89. fundi ráðsins 14. október 2021.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 1. nóvember til 13. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands, Minjastofnun og Vegagerðinni. Haldinn var fundur með Vegagerðinni varðandi umsögn þeirra þann 11. janúar 2022 og voru eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.
1. Mön neðan svæðis og við Bíldudalsveg felld út vegna mögulegrar snjósöfnunar sem geta af henni skapast.
2. Göngustígur meðfram þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis Bíldudalsvegar felldur út.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. apríl 2022 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 1. nóvember til 13. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands, Minjastofnun og Vegagerðinni. Haldinn var fundur með Vegagerðinni varðandi umsögn þeirra þann 11. janúar 2022 og voru eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.
1. Mön neðan svæðis og við Bíldudalsveg felld út vegna mögulegrar snjósöfnunar sem geta af henni skapast.
2. Göngustígur meðfram þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis Bíldudalsvegar felldur út.

til máls tók forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.