Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Málsnúmer 2110028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. október 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fóru yfir stöðu mála vegna brunavarna og ræddar mögulegar breytingar í samstarfi sveitarfélaganna í málaflokknum.

Samráðsnefnd felur sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar að vinna áfram að málinu.




25. nóvember 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra Tálknafjarðahrepps dags. 4. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er farið yfir þá vinnu sem framundan er vegna undirbúnings mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum í samræmi við ákvörðun samráðsnefndar frá 61. fundi 13. október 2021. Samkvæmt minnisblaðinu hefur Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja verið fenginn til ráðgjafar við undirbúninginn og áætlað er að ganga frá samningi við KPMG varðandi rekstrarfyrirkomulag og samþykktir mögulegs byggðasamlags.

Nefndin staðfestir kostnaðarskiptingu vegna undirbúningsins og felur bæjarstjóra og sveitarstjóra áframhaldandi undirbúning verkefnisins.




2. febrúar 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Jóni Guðlaugssyni, dags. 7. desember 2021 vegna tillagna um úrbætur á slökkviliðum Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps. Sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps fór yfir næstu skref í undirbúningi vegna mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarstjóra og sveitarstjóra falin áframhaldandi undirbúningur verkefnisins.




3. maí 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps fór yfir stöðuna við undirbúning mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum.





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun