Hoppa yfir valmynd

Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Málsnúmer 2110028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. október 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fóru yfir stöðu mála vegna brunavarna og ræddar mögulegar breytingar í samstarfi sveitarfélaganna í málaflokknum.

Samráðsnefnd felur sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar að vinna áfram að málinu.




25. nóvember 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra Tálknafjarðahrepps dags. 4. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er farið yfir þá vinnu sem framundan er vegna undirbúnings mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum í samræmi við ákvörðun samráðsnefndar frá 61. fundi 13. október 2021. Samkvæmt minnisblaðinu hefur Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri brunavarna Suðurnesja verið fenginn til ráðgjafar við undirbúninginn og áætlað er að ganga frá samningi við KPMG varðandi rekstrarfyrirkomulag og samþykktir mögulegs byggðasamlags.

Nefndin staðfestir kostnaðarskiptingu vegna undirbúningsins og felur bæjarstjóra og sveitarstjóra áframhaldandi undirbúning verkefnisins.




2. febrúar 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Jóni Guðlaugssyni, dags. 7. desember 2021 vegna tillagna um úrbætur á slökkviliðum Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps. Sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps fór yfir næstu skref í undirbúningi vegna mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarstjóra og sveitarstjóra falin áframhaldandi undirbúningur verkefnisins.




3. maí 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps fór yfir stöðuna við undirbúning mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum.




1. desember 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Gestir á fundinum undir þessu máli voru Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG), slökkviðliðsstjóri sem fór yfir stöðu brunavarnaáætlunar og þarfir slökkviliðs til að geta brugðist við vá, og Haraldur Reynisson (HR) frá KMPG í gegnum fjarfundarbúnað sem fór yfir tillögur KPMG varðandi rekstur mögulegs byggðasamlag um brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum.
Jafnframt var lagt fram bréf frá aðalvarðstjóra Slökkviliðs Patreksfjarðar varðandi starfsemi slökkviliða.

Í umræðum var m.a. rætt um mikilvægi þess að ljúka við vinnu við brunavarnaáætlun, um fyrirkomulag á bakvöktum stjórnenda og aðstöðu slökkviliða. Kynningar verða sendar fundarmönnum og munu fylgja fundargerðinni þegar hún verður lögð fyrir sveitarstjórnir.

Til máls tóku: ÓÞÓ, ÞSS, JÁ, LM, SSS og GJ.

Afgreiðsla:
Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna munu vinna málið áfram með slökkviliðsstjóra innan þess fjárhagsramma sem samþykktur verður í fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna. Samráðsnefndin felur ÓÞÓ að senda aðalvarðstjóra Slökkviliðs Patreksfjarðar svar við erindi hans.




17. október 2023 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Á fundinum verður lagður fram til umfjöllunar samningur sveitarfélaganna við Brunavarnir Suðurnesja um framkvæmd á eldvarnareftirliti út júní 2024.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps felur sveitarstjóra að klára drögin að samnning við Brunavarnir Suðurnesja um að sinna eldvarnareftirliti í sveitarfélögunum. Nefndin vísar samningnum til staðfestingar í sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar.