Hoppa yfir valmynd

Breytingar á lagaumhverfi í þjónustu við börn

Málsnúmer 2110029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. október 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar mætti inn á fundinn og fór yfir þær breytingar sem verða á lagaumhverfi í þjónustu við börn í samræmi við breytingar á barnaverndarlögum og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
2. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 25.10.202 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni tengilið sem fulltrúa sinn vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Bæjarráð tilnefnir Arnheiði Jónsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.