Hoppa yfir valmynd

Tillaga að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði auglýst

Málsnúmer 2110036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. október 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfisstofnun dags. 11. október 2021 þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi auglýst tillögu að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði. Um er að ræða sjókvíaeldi með allt að 4.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir athugasemd við tillögu að starfsleyfi og leggur til að bundið verði í starfsleyfið að eldisafurðir sem verði til í Arnarfirði verði unnar í landi innan fjórðungsins. Í kafla 3.10 Mannaflaþörf og uppbygging þjónustu í matsskýrslu um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði dags. 23. júlí 2018, uppfærð 15. mars 2019 kemur fram að 10-15 störf skapist við vinnslu og pökkun á framleiðslunni. Að mati ráðsins er því eðlilegt að tilgreint sé í starfsleyfinu hvernig uppfylltar verði forsendur matsskýslunnar um mannaflaþörf og uppbyggingu þjónustu. Að öðrum kosti má leiða líkur að því að ef framleiðslan er flutt beint út án frekar vinnslu í fjórðungnum þá muni fyrrgreind störf hverfa og forsendur matsskýrslunnar því brostnar.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.