Hoppa yfir valmynd

Sameiginlegt útboð á slökkvibílum fyrir sveitarfélög Íslands

Málsnúmer 2110075

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 27.10.2021 frá Ríkiskaupum þar sem kannaður er áhugi sveitarfélaga að taka þátt í sameiginlegu útboði á slökkvibílum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í sambandi við Ríkiskaup og vísar málinu áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
12. janúar 2022 – Bæjarráð

Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir tæknilýsingu fyrir nýjum slökkviliðsbíl á Bíldudal.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í sameignlegu útboði Ríkiskaupa fyrir slökkvibifreið á Bíldudal sem er í samræmi við fjárhagsáætlun 2022 og vísar málinu áfram til umfjöllunar í bæjarstjórn.
19. janúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Ríkiskaupum dags. 27. október 2021, þar sem vakin er athygli á sameiginlegu útboði sveitarfélaa á slökkviliðsbílum. Bæjarráð Vesturbyggðar tók erindið fyrir á 930. fundi ráðsins 2. nóvember 2021 þar sem bæjarstjóra var falið að ræða við Ríkiskaup vegna málsins. Í kjölfarið var verkefnið kynnt og slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar settur í stýrihóp sem unnið hefur tæknilýsingu vegna útboðsins. Slökkviliðsstjóri fór yfir stöðu verkefnisins á 934. fundi bæjarráðs 12. janúar 2022 og samþykkti bæjarráð að Vesturbyggð tæki þátt í sameiginlegu útboði Ríkiskaupa fyrir slökkvibifreið á Bíldudal, í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2022.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykktir þátttöku í sameiginlegu útboði á vegum Ríkiskaupa vegna kaupa á slökkviliðsbíl á Bíldudal. Slökkviliðsstjóra falið að vinna að málinu áfram.
16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 14. mars 2022 vegna sameiginlegs útboðs sveitarfélaga á slökkviliðsbílum. Eitt tilboð barst frá Ólafi Gíslasyni & Co ehf. og var það 30% yfir kostnaðaráætlun. Lagt er til við bæjarstjórn að tilboðinu verði hafnað og slökkviliðsstjóra falið að uppfæra tæknilýsingu fyrir slökkvibíl á Bíldudal og bjóða aftur út í samvinnu við Ríkiskaup.

Til máls tóku: Varaforseti, ÁS, JA, FM og GE.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hafnar framkomnu tilboði og samþykkir að boðið verði út aftur í samvinnu við Ríkiskaup. Slökkviliðsstjóra falið að uppfæra tæknilýsingu og vinna að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða.