Hoppa yfir valmynd

Sameiginleg björgunarmiðstöð á Patreksfirði

Málsnúmer 2110076

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lögð fyrir viljayfirlýsing um byggingu björgunarmiðstöðvar á Patreksfirði undirrituð á Patreksfirði 9. nóvember 2021. Þeir sem standa að yfirlýsingunni eru Björgunarsveitin Blakkur, Vestubyggð og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Aðilar samningsins munu með verkefninu leitast við að sameinast um byggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar á Patreksfirði. Í miðstöðinni verði pláss fyrir tæki og búnað björgunarsveitarinnar, slökkviliðs og sjúkraflutninga auk aðstöðu til að geyma annan búnað, búningsklefa og önnur rými sem tilheyra. Hluti stoðrýma verður sameiginlegur með aðilunum þremur. Þá verði í húsinu aðstaða fyrir stjórnun neyðaraðila; svæðisstjórn, aðgerðastjórn og vettvangsstjórn.

Viljayfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um fjármögnun á framkvæmdinni af hálfu allra aðila.

Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem sinn fulltrúa í undirbúningsnefnd um verkefnið.




12. apríl 2022 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 22. mars sl. þar sem fram kemur að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða dragi til baka vilyrði um þáttöku í sameiginlegri björgunarmiðstöð með Björgunarsveitinni Blakk á Patreksfirði og slökkviliði Patreksfjarðar. Í yfrlýsingunni kemur fram að ef ekki liggi fyrir bindandi samningur fyrir 1. október 2022 eða á annan hátt tryggt að af framkvæmdinni verði er aðilum viljayfirlýsingarinnar frjálst að ganga úr samstarfinu án eftirmála.

Bæjarráð harmar afstöðu Heilbrigðisstofnunarinnar en mun óska eftir áframhaldandi viðræðum við Björgunarsveitina Blakk um sameiginlega björgunarmiðstöð á Patreksfirði.