Hoppa yfir valmynd

Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 2111006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagt fram bréf sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásasrhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023.

Vesturbyggð hafði til hliðsjónar við undirbúning útboðs á sorphirðu og sorpeyðingu í sveitarfélaginu fyrr á árinu, frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, sem varð að lögum nr. 103/2021. Nýafstaðið útboð tók því mið af þeim breytingum sem taka munu gildi 1. janúar 2023. Samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022 hefur staðið yfir endurskoðun á samþykkt um um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð og gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs í Vesturbyggð.