Hoppa yfir valmynd

Vörugeymsla Patrekshöfn, umsókn um framlengingu lóðarleigusamnings.

Málsnúmer 2111013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. nóvember 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Odda hf, dags. 29. október 2021. Í erindinu er óskað eftir framlenginu á lóðarleigusamningi undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" sem félagið festi nýlega kaup á.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að framlengingin verði samþykkt.
16. nóvember 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 90. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar. Erindi frá Odda hf, dags. 29. október 2021. Í erindinu er óskað eftir framlenginu á lóðarleigusamningi undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" sem félagið festi nýlega kaup á.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að framlengingin verði samþykkt.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlenginu á lóðarleigusamningi, forkaupsréttarákvæði skal áfram vera í samningi.
25. nóvember 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Odda hf, dags. 29. október 2021. Í erindinu er óskað eftir framlenginu á lóðarleigusamningi undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" sem félagið festi nýlega kaup á. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. og lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að framlenging á lóðaleigusamningi yrði samþykkt. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti framlenginguna á 34. fundi sínum 16. september sl. en í lóðarleigusamningi skuli áfram vera kveðið á um forkaupsrétt hafnarsjóðs Vesturbyggðar.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir framlengingu lóðarleigusamnings undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" Patreksfirði en áfram skuli vera kveðið á um forkaupsrétt hafnarsjóðs Vesturbyggðar.