Hoppa yfir valmynd

Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

Málsnúmer 2111029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. nóvember 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, dagsett í nóvember 2021.

Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um byggðina og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni s.s. stækkun hafnargarðs til að bæta smábátaaðstöðu, uppbygging þjónustu í tengslum við ferðamenn ásamt annarri uppbyggingu.

Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.
16. nóvember 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, dagsett í nóvember 2021.

Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um byggðina og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni s.s. stækkun hafnargarðs til að bæta smábátaaðstöðu, uppbygging þjónustu í tengslum við ferðamenn ásamt annarri uppbyggingu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti skipulagslýsinguna á 90. fundi sínum þann 15. nóvember.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir skipulagslýsinguna m.v. umræður á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.
25. nóvember 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram lýsing á deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, dagsett í nóvember 2021.Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um byggðina og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni s.s. stækkun hafnargarðs til að bæta smábátaaðstöðu, uppbygging þjónustu í tengslum við ferðamenn ásamt annarri uppbyggingu. Skipulagslýsingin var tekin fyrir á 90. fundi skipulags- og umhverfisráðs 15. nóvember sl. og 34. fundi hafna- og atvinnumálaráðs 16. nóvember sl. þar sem lýsingin var samþykkt.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn um lýsinguna og auglýsa hana skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. febrúar 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, uppdráttur og greinargerð dagsett í janúar 2022.

Tilgangur deiliskipulagsins er að búa að til skipulagsramma utan um athafnasvæði hafnarinnar og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að í 3.mgr 5. kafla bls 13 í greinagerð um einbýlishús verði texta skipt út fyrir eftirfarandi: Sunnan við hjallinn er lítið einbýlishús sem er víkjandi á svæðinu. Á uppdrætti verði hús merkt sem víkjandi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. febrúar 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, uppdráttur og greinargerð dagsett í janúar 2022.

Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um athafnasvæði hafnarinnar og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 92. fundi sínum að í 3.mgr 5. kafla bls 13 í greinagerð um einbýlishús verði texta skipt út fyrir eftirfarandi: Sunnan við hjallinn er lítið einbýlishús sem er víkjandi á svæðinu. Á uppdrætti verði hús merkt sem víkjandi. Þá lagði skipulags- og umhverfisráð til á sama fundi að tillagan yrði samþykkt.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að afstaða flotbryggju verði snúið um 90° í takt við óskir smábátasjómanna á Brjánslæk. Þá leggur ráðið til að við svæði þar sem núverandi trébryggja stendur og út að nýjum grjótgarði verði trébryggja á skipulaginu.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, uppdráttur og greinargerð dagsett í janúar 2022. Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um athafnasvæði hafnarinnar og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 92. fundi sínum að í 3. mgr 5. kafla á bls. 13 í greinagerð og skilmálar þar sem fjallað er um einbýlishús verði texta skipt út fyrir eftirfarandi: Sunnan við hjallinn er lítið einbýlishús sem er víkjandi á svæðinu. Á uppdrætti verði hús merkt sem víkjandi. Þá lagði skipulags- og umhverfisráð til á sama fundi að tillagan yrði samþykkt. Hafna- og atvinnumálaráð lagði til á 37. fundi sínum að afstaða flotbryggju verði snúið um 90° í takt við óskir smábátasjómanna á Brjánslæk. Þá leggur ráðið til að við svæði þar sem núverandi trébryggja stendur og út að nýjum grjótgarði verði trébryggja á skipulaginu. Þá lagði hafna- og atvinnumálaráð til á sama fundi að tillagan yrði samþykkt.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna að teknu tilliti til þeirra breytinga sem skipulags- og umhverfisráð og hafna- og atvinnumálaráð hefur lagt til og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjar, Brjánlækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Orkubúi Vestfjarða, Breiðafjarðarnefnd, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Ekki hefur borist umsögn frá Minjastofnun þrátt fyrir ítrekun.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem borist hafa og þegar umsögn hefur borist frá Minjastofnun.
13. apríl 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjar, Brjánlækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2022. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Orkubúi Vestfjarða, Breiðafjarðarnefnd, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Ekki hefur borist umsögn frá Minjastofnun þrátt fyrir ítrekun.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 94. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem borist hafa og þegar umsögn hefur borist frá Minjastofnun.
20. apríl 2022 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjar, Brjánslækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Orkubúi Vestfjarða, Breiðafjarðarnefnd, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Ekki hefur borist umsögn frá Minjastofnun þrátt fyrir ítrekun.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 94. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt og þá lagði hafna- og atvinnumálaráð til á 39. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt.

til máls tók forseti

Bæjastjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem borist hafa og þegar umsögn hefur borist frá Minjastofnun.