Hoppa yfir valmynd

Lokun milli jóla og nýárs á leikskólum Vesturbyggðar

Málsnúmer 2111032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. desember 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Kynnt niðurstaða Bæjarráðs vegna erindis frá skólastjórum í Vesturbyggðar um lokun leikskóla milli jóla og nýárs.




10. nóvember 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Bréf frá skólastjórum í Vesturbyggð um að loka leikskólunum í Vesturbyggð milli jóla og nýárs. Fræðslu og æskulýðsráð leggur til að það verði kannað í hópi foreldra hverjir ætla að nýta sér leikskólavist milli jóla og nýárs. Málinu frestað til næsta fundar.




23. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi frá skólastjórum í Vesturbyggð þar sem óskað er eftir því við bæjarstjórn Vesturbyggðar að skólarnir verði lokaðir á milli jóla og nýárs.

Bæjarráð felst ekki á beiðni um lokun milli jóla og nýárs en felur sviðsstjóra fjölskyldusvið í samráði við skólastjórnendur að útfæra mönnun í skólunum í samræmi við þörf fyrir þjónustuna.