Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk

Málsnúmer 2111037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. nóvember 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir skýrsla Hafnarsjóðs Vesturbyggðar dagsett í nóvember 2021. Um er að ræða fyrirspurn um matskyldu, skv. 6 greina laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í fyrirspurninni er farið þess á leit við Skipulagsstofnun að ákveða hvort bygging smábátahafnar sé háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar sbr. 19. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.




16. nóvember 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir skýrsla Hafnarsjóðs Vesturbyggðar dagsett í nóvember 2021. Um er að ræða fyrirspurn um matskyldu, skv. 6 greina laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í fyrirspurninni er farið þess á leit við Skipulagsstofnun að ákveða hvort bygging smábátahafnar sé háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti greinagerðina á 90. fundi sínum þann 15. nóvember.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar sbr. 19. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.




25. nóvember 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram skýrsla Hafnarsjóðs Vesturbyggðar dags. í nóvember 2021. Um er að ræða fyrirspurn um matskyldu, skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í fyrirspurninni er farið þess á leit við Skipulagsstofnun að ákveða hvort bygging smábátahafnar á Brjánslæk sé háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember 2021 og Hafna- og atvinnumálaráð á 34. fundi sínum 16. nóvember sl. Ráðin samþykktu fyrirliggjandi skýrslu hafnarsjóðs og mæltu með við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa yrði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar.

Til máls tók: Forseti,

Bæjarstjórn staðfestir skýrsluna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar samkvæmt 19. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.




13. desember 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar dagsett 10. desember 2021, um umsögn um matsskyldu vegna áætlaðra framkvæmda við smábátahöfn á Brjánslæk. Beiðninni fylgir tilkynning framkvæmdaraðila, dags. 9.desember 2021.

Hafna- og atvinnumálaráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar aðgerðir á framkvæmdatíma.

Hafna- og atvinnumálaráð vill benda á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða sbr. Reglugerð nr. 724/2008 m.s.br. um hávaða og einnig reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og matvælalögum. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um Vinnueftirlitið, þ.e. lög nr. 46/2008 m.s.br. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Erindinu vísað áfram til bæjarráðs.




21. desember 2021 – Bæjarráð

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2021, um umsögn um matsskyldu vegna áætlaðra framkvæmda við smábátahöfn á Brjánslæk. Beiðninni fylgir tilkynning framkvæmdaraðila, dags. 9.desember 2021. Hafna- og atvinnumálaráð tók erindið fyrir á 35. fundi sínum 13. desember 2021 og taldi að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar aðgerðir á framkvæmdatíma.

Bæjarráð Vesturbyggðar telur að í tilkynningunni sé gerð nægileg grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun, og því falli framkvæmdin undir flokk B í viðauka 1 og meta skuli samkvæmt viðmiðum í viðauka 2 við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 111/2021. Framkvæmdin skuli því ekki háð umhverfismati. Framkvæmdir við smábátahöfn á Brjánslæk eru fyrirhugaðar á þegar röskuðu svæði hafnarinnar og mun framkvæmdin ekki skerða fjörur við Breiðafjörð og hafa óveruleg áhrif á náttúrufar. Með framkvæmdinni aukast möguleikar til að stunda sjósókn frá Brjánslækjarhöfn allt árið um kring og mun auka öryggi við Brjánslækjarhöfn til muna, bæði fyrir sjómenn en einnig farþega ferjunnar Baldurs. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða skv. reglugerð um hávaða nr. 724/2008, reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun nr. 785/1999 eða skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og lögum um matvæli nr. 93/1995. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.




10. febrúar 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Brjánslækjarhöfn dags. 1. febrúar 2022.

Skipulagsstofnun metur sem svo að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 7. mars 2022.




14. febrúar 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Brjánslækjarhöfn dags. 1. febrúar 2022.

Skipulagsstofnun metur sem svo að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 7. mars 2022.