Hoppa yfir valmynd

Tímabundin heimild til að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga rafrænt

Málsnúmer 2111043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lögð fram auglýsing nr. 1273/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt tölvupósti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 16. nóvember 2021. Með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og samkvæmt auglýsingunni veitir ráðherra sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, svo sveitarstjórn sé starfhæf. Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar Vesturbyggðar og fastanefndum Vesturbyggðar, heimildin gildir til 31. janúar 2022.

Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að heimilt verði að notast við fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og hjá fastanefndum Vesturbyggðar. Engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem tekið geta þátt í fundum bæjarstjórnar og nefnda í fjarfundabúnaði. Ritun fundargerða skal í þeim tilfellum fara fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, frá 15. janúar 2013. Fundargerð skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá við lok fundar og lesin yfir, hún skal svo send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti eða undirrituð með rafrænum hætti.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.
16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram auglýsing nr.142/2022 um ákvörðun innviðaráðherra, með vísan til 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er veitt tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Til að tryggja starfshæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitar­félaga er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum sam­þykkta þeirra um stjórn sveitarfélaga, sem mæla fyrir framkvæmd fjarfunda, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitar­stjórnarlaga. Heimildin gildir til 31. mars 2022.

Með vísan til auglýsingarinnar er lagt til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að heimilt verði að notast við fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og hjá fastanefndum Vesturbyggðar.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.