Hoppa yfir valmynd

Fundargerð 439 - stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 2111045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. desember 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 439. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með Hafnasambandi Íslands varðandi starfsemi sláturskipa á svæðinu, en Hafnasamband Íslands bókaði eftirfarandi undir 5. fundarlið:

Stjórn Hafnasambands Íslands lýsir yfir áhyggjum af notkun og starfsemi sláturskipa í fiskeldi og þeirra neikvæðu áhrifa sem þau hafa á rekstrarumhverfi hafna. Notkun slíkra skipa skerðir verulega tekjumöguleika þeirra hafna þar sem eldisfisk er dælt til slátrunar og vinnslu en á sama tíma gera eldisfyrirtækin kröfu um góða hafnaraðstæður og að þjónusta sé til staðar. Stjórn hafnasambandsins hvetur til þess að starfsemi og notkun sláturskipa í fiskeldi verði sérstaklega tekin til skoðunar og sett verði skýr ákvæði í lög og reglugerðir um starfsemi og notkun sláturskipa hér við land. Samhliða þeirri vinnu verði horft til endurskoðunar á ákvæðum hafnalaga nr. 61/2003 vegna fiskeldis, sem hafnasambandið hefur hvatt til að verði endurskoðuð (umsögn hafnasamband Íslands 31. ágúst 2020).