Hoppa yfir valmynd

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð

Málsnúmer 2111052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. nóvember 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð. Um er að ræða nýja samþykkt sem byggir á útboði á sorphirðu og sorpeyðingu í sveitarfélaginu. Samþykktin er í samræmi við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003. Þá tekur samþykktin mið af breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs sem öðlast gildi 1. janúar 2023. Markmið samþykktarinnar er að tryggja að meðhöndlun úrgangs sé í samræmi við lög og reglugerðir, þeim úrgangi sem myndast í sveitarfélaginu verði komið í endurnotkun og endurnýtingu og að förgun úrgangs verði með skipulögðum hætti, kostnaður samfélagsins við meðhöndlun úrgangs verði lágmarkaður og að sá kostnaður sem fellur til vegna úrgangs greiðist af þeim sem úrganginn skapa. Drögin sem hér eru lögð fram fela þannig í sér verulegar breytingar frá ákvæðum eldri samþykktar Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð nr. 214/2004.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð er vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn Vesturbyggðar samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. 1. tl. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.




15. desember 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð. Samþykktin hefur ekki tekið breytingum á milli umræðna og heilbrigðisnefnd Vestfjarða hefur verið tilkynnt um samþykktina í samræmi við 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 sbr. 1. tl. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bæjarstjóra falið að undirrita samþykktina og ganga frá birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.