Hoppa yfir valmynd

Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 2111059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. desember 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Tálknafjarðarhrepps dags. 26. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum, þ.e. öllum nema Ísafjarðabæ.

Bæjaráð þakkar Tálknfirðingum fyrir erindið en telur ótímabært að hefja viðræður við öll þau sveitarfélög sem tilgreind eru í erindinu.

Á grundvelli skýrslu um hagkvæmni sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, er sveitarfélagið tilbúið til viðræðna um eitt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarráð tekur undir orð Tálknfirðinga að með auknum fjölda byggðakjarna verði til sterkari eining og líst vel á hugmyndir um að komið verði á fót heimastjórnum sambærilegum og í Múlaþingi.

Erindinu vísað til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.
15. desember 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi Tálknafjarðarhrepps dags. 26. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum, þ.e. öllum nema Ísafjarðabæ.

Bæjaráð tók erindið fyrir á 932. fundi ráðsins 7. desember 2021. Í bókun bæjarráðs kemur fram að ráðið telji ótímabært að hefja viðræður við öll þau sveitarfélög sem tilgreind eru í erindinu. Á grundvelli skýrslu um hagkvæmni sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, sé sveitarfélagið tilbúið til viðræðna um eitt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarráð tók undir það að með auknum fjölda byggðakjarna verði til sterkari eining og líst vel á hugmyndir um að komið verði á fót heimastjórnum sambærilegum og í Múlaþingi. Vísaði bæjarráð erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps til að ræða sameiningavilja þessara tveggja sveitarfélaga, þegar niðurstöður óformlegrar könnunar Tálknafjarðahrepps liggur fyrir.
16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagt frm bréf Tálknafjarðarhrepps dags. 10. febrúar 2022 vegna erindis Vesturbyggðar dags. 20. desember 2021 þar sem bæjarstjórn óskaði eftir viðræðum við sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps um sameiningarvilja sveitarfélaganna tveggja. Í bréfinu kemur fram að erindi Vesturbyggðar hafi verið vísað til umfjöllunar hjá nýrri sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps sem tekur við eftir kosningar í vor.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn harmar það að sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hafi vísað málinu áfram til komandi sveitarstjórnar, í stað þess að hefja samtal um sameiningu sveitarfélaganna með öllum þeim miklu tækifærum sem kunna að felast í sameiningu, þá sérstaklega þar sem þegar er mikið og gott samstarf á milli sveitarfélaganna tveggja.
29. mars 2022 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar bréf Tálknafjarðarhrepps dags. 11. mars 2022 vegna erindis um sameiningu sveitarfélaga.
28. júní 2022 – Bæjarráð

Lögð fyrir bókun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps af 593. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 23. júní sl. en þar samþykkti sveitarstjórn samhliða að taka upp óformlegar viðræður við bæjarstjórn Vesturbyggðar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, en bæjarstjórn Vesturbyggðar óskaði eftir óformlegum viðræðum í erindi dags. 20. desember 2021.

Bæjarráð fagnar ákvörðun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps um að taka upp óformlegar viðræður. Bæjarstjóra falið að ræða við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps um næstu skref.
17. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lögð eru fram drög að samningi Vesturbyggðar við KPMG ehf., vegna ráðgjafar í tengslum við óformlegar sameiningarviðræður Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps ásamt drögum að verkefnistillögu KPMG dags. 26. október 2022.

Í síðustu viku funduðu bæjarfulltrúar Vesturbyggðar og sveitarstjórnarfulltrúar Tálknafjarðarhrepps ásamt sveitarstjórum og ráðgjöfum um óformlegar sameiningaviðræður sveitarfélaganna og voru sammála um að halda áfram þeim viðræðum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn og fela bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vesturbyggðar sem verkkaupa.
23. nóvember 2022 – Bæjarstjórn

Lögð eru fram drög að samningi Vesturbyggðar við KPMG ehf., vegna ráðgjafar í tengslum við óformlegar sameiningarviðræður Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps ásamt drögum að verkefnistillögu KPMG dags. 26. október 2022.

Bæjarráð tók málið fyrir á 952. fundi sínum þann 17. nóvember sl. þar sem það lagði til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn og fela bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vesturbyggðar sem verkkaupa.

Til máls tók: Forseti

Forseti leggur til að verkefnastjórn fyrir hönd Vesturbyggðar verði skipið af fulltrúum bæjarráðs Vesturbyggðar.

Samþykkt samhljóða.