Hoppa yfir valmynd

Verðskrá Póstsins

Málsnúmer 2112006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. desember 2021 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við breytta verðskrá Póstsins sem tók gildi 1. nóvember 2021 í kjölfar breytinga á lögum um póstþjónustu í júní 2021. Með breytingunni er ekki lengur kveðið á um niðurgreiðslu ríkissjóðs af hluta þess kostnaðar sem fellur til við að koma pósti til hinna dreifðari byggða á landsbyggðinni. Breytt verðskrá Póstsins mun hafa verulega neikvæð áhrif á íbúa í Vesturbyggð með mikilli hækkun kostnaðar vegna póstsendinga.




15. desember 2021 – Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs af 932. fundi 7. desember sl. og gerir alvarlegar athugasemdir við breytta verðskrá Póstsins sem tók gildi 1. nóvember 2021 í kjölfar breytinga á lögum um póstþjónustu í júní 2021. Með breytingunni er ekki lengur kveðið á um niðurgreiðslu ríkissjóðs af hluta þess kostnaðar sem fellur til við að koma pósti til hinna dreifðari byggða á landsbyggðinni. Breytt verðskrá Póstsins mun hafa verulega neikvæð áhrif á íbúa í Vesturbyggð með mikilli hækkun kostnaðar vegna póstsendinga.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur til þess að vinnu starfshóps um 1. gr. póstlaga nr. 98/2019 verði hraðað sem kostur er, þannig að sem fyrst verði brugðist við þeirri miklu mismunun sem íbúar á landsbyggðinni þurfa að sæta vegna hækkunar kostnaðar vegna póstsendinga. Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að gerðar verði viðunandi breytingar þannig að tryggt verði að allir landsmenn fái notið póstþjónustu og greiði fyrir hana viðunandi verð, hvort sem það verði með flutningsjöfnun eða öðrum leiðum til að draga úr þeirri mismunun sem íbúar á landsbyggðinni þurfa nú að sæta með hærri póstkostnaði.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir bókunina samhljóða.




21. desember 2021 – Bæjarráð

Lögð fram áform um lagasetningu um breytingu á lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 sem kynnt voru í samráðsgátt stjórnvalda 16. desember 2021. Umsagnafrestur um áformin eru til 9. janúar 2022. Einnig lagt fram erindi Vesturbyggðar til Íslandspósts dags. 17. desember 2021, þar sem vakin er athygli á bókunum bæjarráðs og bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna breytingar á gjaldskrá Póstsins 1. nóvember 2021.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn um áformin og vekja athygli á bókunum bæjarráðs og bæjarstjórnar Vesturbyggðar.