Hoppa yfir valmynd

Viðauki við samning um skólaakstur breyting á akstursgjaldi

Málsnúmer 2112020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. janúar 2022 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki við samning um skólaakstur í Vesturbyggð. Núverandi bifreið sem sinnir skólaakstri fyrir leik- og grunnskólabörn á Barðaströnd er orðin of lítil vegna þeirrar jákvæðu þróunar að börnum hefur fjölgað verulega á Barðaströnd sem sækja skólaþjónustu á Patreksfirði. Viðaukinn verður hluti af samningi við núverandi rekstraraðila sem undirritaður var 17. ágúst 2018. Í viðaukanum er kveðið á um hækkun á hvern ekinn kílómeter í samræmi við stækkun bifreiðarinnar.

Bæjarráð staðfestir viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.




16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagður fram viðauki við samning um skólaakstur í Vesturbyggð. Núverandi bifreið sem sinnir skólaakstri fyrir leik- og grunnskólabörn á Barðaströnd er orðinn of lítil vegna þeirrar jákvæðu þróunnar að börnum hefur fjölgað verulega á Barðaströnd, sem sækja skólaþjónustu á Patreksfjörð. Viðaukinn verður hluti af samningi við núverandi rekstraraðila sem undirritaður var 17. ágúst 2018. Í viðaukanum er kveðið á um hækkun á hvern ekinn kílómeter í samræmi við stækkun bifreiðarinnar.

Til másls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn staðfestir viðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vesturbyggðar.