Hoppa yfir valmynd

Brunnar 17. Umsókn um lóð.

Málsnúmer 2201003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. janúar 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðmundi Orra Arnarsyni og Tinnu Holt Victorsdóttur, dags. 03.01.2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Brunnum 17 til byggingar einbýlishúss.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Grenndarkynna þarf byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur. Um lóðina liggja vatns- og fráveitulagnir og taka þarf tillit til þeirra við ákvörðun lóðarstærðar og endarlegrar lögunar lóðar.




19. janúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Guðmundi Orra Arnarsyni og Tinnu Holt Victorsdóttur, dags. 3. janúar 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Brunnum 17, Patreksfirði til byggingar einbýlishúss. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 91. fundi ráðsins og leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Grenndarkynna þarf byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur. Um lóðina liggja vatns- og fráveitulagnir og taka þarf tillit til þeirra við ákvörðun lóðarstærðar og endarlegrar lögunar lóðar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðar að Brunnum 17 á Patreksfirði og felur byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa að undirbúa lögun lóðar.