Hoppa yfir valmynd

Ungmennaráð Vesturbyggðar

Málsnúmer 2201004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. janúar 2022 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Vesturbyggðar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum á aldrinum 13-25 til þess að bjóða sig fram og starfa í Ungmennaráði Vesturbyggðar.
Ekki hefur náðst að skipa í Ungmennaráð í langan tíma og því lagt til að farin verði sú leið að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir einstaklingum sem áhuga hafa á því að starfa í Ungmennaráði.




9. janúar 2023 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Íþrótta og tómstundafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Hlutverk ungmennaráðs samkvæmt erindisbréfi er að það skal gæta þess að leita eftir sem flestum sjónarmiðum ungs fólks í störfum sínum
þannig að ályktanir þess og skoðanir endurspegli sem best almennan vilja ungs fólks í
sveitarfélaginu.
Ráðið er skipað fimm fulltrúum á aldrinum 13-25 ára og fimm til vara.
Fræðslu- og æskulýðsnefnd samþykktu fulltrúa í ungmennaráði Vesturbyggðar.
Aðalmenn:
Íris Emma Sigurpálsdóttir
Tryggvi Sveinn Eyjólfsson
Fjölnir Úlfur Ágústsson
Sigurlaun Anna Evudóttir
Guðrún Ýr Grétarsdóttir

Varamenn:
Óliver Ligi S. Bjartsson
Katía Silva
Guðmundur Sævar Vignisson
Eva Jóhanna Leiknisdóttir
Herdís Freyja Grétarsdóttir

Fræðslu- og æskulýðsráð þakkar Guðnýju Lilju Pálsdóttur íþrótta- og tómsstundafulltrúa Vesturbyggðar fyrir vel unnin störf.




19. janúar 2023 – Ungmennaráð Vesturbyggðar

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir erindisbréf ásamt reglur um ungmennaráð.

Nefndin var samþykkt því að kynna sér reglurnar betur, ásamt því hvort hægt væri að betrumbæta reglurnar.




19. janúar 2023 – Ungmennaráð Vesturbyggðar

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir hvort að ungmennaráð vill standa fyrir viðburðum í Vesturbyggð.




25. janúar 2023 – Bæjarstjórn

Á 83. fundi fræðslu- og æskulýðsráðs var tekin fyrir skipun fulltrúa í ungmennaráð Vesturbyggðar. Fræðslu- og æskulýðsráð skipaði eftirfarandi sem aðalmenn: Íris Emma Sigurpálsdóttir, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, Fjölnir Úlfur Ágústsson, Sigurlaug Anna Evudóttir og Guðrún Ýr Grétarsdóttir og eftirfarandi sem varamenn: Óliver Logi S. Bjartsson, Katía Silva, Guðmundur Sævar Vignisson, Eva Jóhanna Leiknisdóttir og Herdís Freyja Grétarsdóttir. Á fyrsta fundi ungmennaráðs var samþykkt að Guðrún Ýr Grétarsdóttir yrði formaður ungmennaráðs.
Í samræmi við reglur ungmennaráðs leggur bæjarstjóri til að bæjarstjórn staðfesti skipun fulltrúa og formanns í ungmennaráð.

Til máls tóku: Forseti, ÁS.

Forseti leggur til að skipan fulltrúa í ungmennaráð verði samþykkt. Aðalmenn verði Guðrún Ýr Grétarsdóttir, formaður, Íris Emma Sigurpálsdóttir, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, Fjölnir Úlfur Ágústsson og Sigurlaug Anna Evudóttir og varamenn: Óliver Logi S. Bjartsson, Katía Silva, Guðmundur Sævar Vignisson, Eva Jóhanna Leiknisdóttir og Herdís Freyja Grétarsdóttir.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða skipun í ungmennaráð.

Forseti leggur til að fræðslu- og æskulýðsráði verði falið að endurskoða reglur um ungmennaráð Vesturbyggðar og skýra betur skipun ráðsins.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða að fræðslu og æskulýðsráði verði falið að endurskoða reglur um ungmennaráð Vesturbyggðar og skýra betur skipun ráðsins.
.




8. janúar 2024 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og sagði frá vinnu við að koma nýju Ungmennaráði Vesturbyggðar saman en hún hefur lagt sig fram við að fá ungmenni frá báðum grunnskólunum og á mismunandi aldri í ráðið eins og reglur Vesturbyggðar gera ráð fyrir. Einnig sagði hún frá áætlunum um ungmennaþing í Vesturbyggð.




25. janúar 2024 – Ungmennaráð Vesturbyggðar

Tómstundafulltrúi segir frá Landsþingi Samfés fyrir 16+.

Tekið fyrir. Tómstundafulltrúi mun senda fulltrúum Ungmennaráðs nánari upplýsingar um viðburðinn þegar hann hefur fengið þær í hendurnar.




25. janúar 2024 – Ungmennaráð Vesturbyggðar

Ungmennaráð tók vel í þá hugmynd að standa fyrir viðburðum í samfélaginu. Til dæmis að vera með bingó.




25. janúar 2024 – Ungmennaráð Vesturbyggðar

Ungmennaráð tók vel í þá hugmynd að standa fyrir viðburðum í samfélaginu. Til dæmis að vera með bingó.