Hoppa yfir valmynd

Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2022

Málsnúmer 2201005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fyrstu úthlutun ársins 2022. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Blús milli fjalls og fjöru sækir um styrk fyrir blúshátíðinni en styrkurinn nemur upphæð á leigu á Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

2. Emil Bjarni Karlsson sækir um styrk fyrir verkefninu Frásögn af fjölskyldu með „vestfirska dauðagenið“ - Upplýsingaöflun og heimildaleit. Styrkbeiðnin snýr að annars vegar að fá að afnot af Muggsstofu á Bíldudal í eina viku í maí 2022. Hins vegar er sótt um 100 þús. kr. styrk vegna ferða- og launakostnaðar.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

Óskar Leifur Arnarsson vék af fundi

3. Minjasafn Egils Ólafssonar sækir um styrk vegna verkefnisins Bátar og safnasvæði - Mumminn. Verkefnið snýr að að ráða bátasmið til að vinna að brýnustu verkefnunum til að tryggja að báturinn Mummi eyðileggist ekki. Sótt er um styrk að upphæð 100 þús. kr.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

4. Minjasafn Egils Ólafssonar sækir um styrk vegna verkefnisins Bátar og safnasvæðið - Skúlinn. Verkefnið snýr að því að ráða bátasmið til að vinna að brýnustu verkefnunum til að tryggja að báturinn Skúli eyðileggist ekki. Sótt er um styrk að upphæð 100 þús. kr.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

Óskar Leifur Arnarsson kemur aftur inná fundinn
11. maí 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir aðra úthlutun ársins 2022. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Anna G. Torfadóttir sækir um styrk fyrir myndlistaferðalaginu "Nr. 4 Umhverfing" en það verður á Vestfjörðum í sumar. Sótt er um 250 þúsund króna styrk

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

2. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir sækir um styrk fyrir alþjóðlega heimamyndadeginum þar sem Vestfirðingum gefst tækifæri til að hitta heimamyndateymi í aðdraganda Skjaldborgar hátíðarinnar og koma með efni (myndir, myndbönd o.s.frv) úr sínum fórum og verður síðan valið efni sýnt á hátíðinni. Sótt er um 100 þúsund króna styrk

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

3. FLAK sækir um styrk fyrir Fyrirlestri um jákvæða karlmennsku sem Þorsteinn V. Einarsson ber ábyrgð á. Sótt er um 100 þúsund króna styrk

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur

4. Jötunauga sækir um styrk fyrir Menningarhátíð Dunhaga sem haldin verður í annað sinn sumarið 2022. Sótt er um 100 þúsund krónur

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

5. Skjaldborg sækir um styrk fyrir verkefninu Skjaldbakan sem er barna- og fræðslustarf varðandi kvikmyndahátíðina Skjaldborg. Sótt er um 200 þúsund krónur.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

6. Skjaldborg sækir um styrk vegna Skjaldborgar - hátíð íslenskra heimildamynda 2022. Sótt er um 100 þúsund krónur.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur
13. september 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir þriðju úthlutun ársins 2022. Alls bárust fimm umsóknir.

1. Andrew J. Yang sækir um styrk fyrir píanóhátíðinni The International Westfjords Piano Festival. Haldnir voru fernir tónleikar, þar á meðal tvennir á Patreksfirði. Sótt er um 120 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

2. Leikhópurinn Stertabenda sækir um styrk fyrir leiksýninguna Góðan daginn faggi. Sótt er um 30 þúsund króna styrk sem nemur andvirði leigu á sýningarrými í Skjaldborg.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

3. Bókaforlagið Bókstafur ehf. sækir um styrk fyrir gerð bókarinnar Tekist á við torfærur. Bókin fjallar um sögu akvegagerðar í vesturhluta Barðastrandarsýslu og afrek þeirra manna sem þar komu að málum. Sótt er um milljón króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

4. Fjölbrautarskóli Snæfellinga sækir um styrk fyrir nýnemaferð FSN á sunnanverða Vestfirði. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

5. Gísli Ægir Ágústsson sækir um styrk fyrir sjónvarpsþættina Víða liggja Vegamót. Þættirnir verða sýndir í vetur á N4. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Vilborg Anna Rúnarsdóttir vék af fundi undir þessari umsókn.

Menningar- og ferðamálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar til næsta fundar þar sem óskað verður eftir frekari upplýsingum varðandi umsóknina.
18. október 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Anna Vilborg Rúnarsdóttir vék af fundi undir þessum liði.

Lögð var fyrir styrkbeiðni sem barst ráðinu fyrir þriðju úthlutun ársins 2022. Afgreiðslu umsóknarinnar var áður frestað þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.
6. desember 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fjórðu og síðustu úthlutun ársins 2022. Alls bárust fjórar umsóknir.

1. Bríet Arnardóttir sækir um styrk fyrir jólaskóginn í Drengjaholti í Patreksfirði. Sótt er um 100 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Sögufélag Barðastrandarsýslu sækir um styrk fyrir útgáfu árbókar Barðastrandarsýslu. Sótt er um 140 þúsund króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

3. Andrew J. Yang sækir um styrk fyrir vetrartónleika Píanóhátíðar Vestfjarða. Sótt er um 79.225 króna styrk.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

4. Foreldrafélag Bíldudalsskóla sækir um styrk fyrir jólaball foreldrafélagsins. Sótt er um styrk sem nemur andvirði leigu félagsheimilisins Baldurshaga.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
12. desember 2022 – Bæjarráð

Löð fram til kynningar samantekt á styrkumsóknum til menningar- og ferðamálaráðs 2022 ásamt samantekt og yfirliti yfir veitta styrki á árinu.