Hoppa yfir valmynd

Aðalstræti 124A. Umsókn um samþykki byggingaráforma.

Málsnúmer 2201013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. janúar 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Ísak Óla Óskarssyni, dags 11.01.2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir byggingaráformum vegna 201 m2 íbúðarhúss að Aðalstræti 124A, Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Mývatni ehf, dags. 5. janúar 2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Aðalstræti 122, 122A, 124, 126 og 126A. Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því við framkvæmdaraðila að frekari gögn verði útbúin fyrir grenndarkynninguna, svo sem ásýndarmyndir og afstöðumyndir gagnvart aðliggjandi húsum þar sem húsið gæti haft áhrif á útsýni.