Hoppa yfir valmynd

Samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum

Málsnúmer 2201018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. janúar 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri samþykkt frá 9. desember 2020, eru breytingar á 3., 7. og 18. gr. samþykktarinnar. Þannig verði ekki lengur tilgreind fjárhæð þingfararkaups heldur vísað til viðmiðunarfjárhæð 1. janúar ár hvert, sem og að skýrt er kveðið á um að dagkaup kjörinna fulltrúa er uppfært árlega.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar.




14. desember 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn staðfestir samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar.