Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Framkvæmdir Hafnasjóðs Vesturbyggðar 2022

Málsnúmer 2201024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. janúar 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri fór yfir áætlaðar framkvæmdir hafnasjóðs á árinu 2022, helstu framkvæmdir eru eftirfarandi:

Bíldudalshöfn:
- Endurbygging stálþils og tenging hafskipakanta.
- Nýtt vogarhús á Bíldudalshöfn.
- Áframhald á endurnýjun dekkja við hafnarkanta.
- Nýr vinnubíll á höfnina.
- Nýtt uppsátursvæði til geymslu fyrir smábáta.
- Þvottaaðstaða fyrir smábáta.
- Deiliskipulag fyrir Bíldudalshöfn.

Brjánslækjarhöfn:
- Áframhald á viðhaldi masturshúss.
- Lagfæring á steyptri þekju.
- Nýr fyrirstöðugarður ásamt nýrri flotbryggju.

Patrekshöfn:
- Áframhald á endurnýjun dekkja við hafnarkanta.
- Malbikun og undirvinna á plani við hafskipakant.
- Lagfæring á steyptri þekju.
- Uppsetning á flotbryggju milli fingurbryggju og löndunarkants.

Ásamt þessum verkefnum eru áfram áætlaðir fjármunir í snyrtingu umhverfis á öllum höfnum.

Heildarfjárfestingar hafnasjóðs nema um 215.000.000.- kr á árinu 2022.





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun