Hoppa yfir valmynd

Cycling Westfjords júlí 2022

Málsnúmer 2201036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Þann þriðja febrúar barst Vesturbyggð umsókn um fjárstuðning varðandi útgáfu á korti. Kortið sem um ræðir er fyrir Cycling Westfjords sem haldin verður á Vestfjörðum í sumar. Vesturbyggð leikur afar stórt hlutverk í Cycling Westfjords-verkefninu. Óskað var eftir fjárstuðningi að upphæð 50.000 krónur.

Ráðið mælir með að styrkurinn verði veittur.
1. mars 2022 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Tyler Wacker, dags. 3. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi vegna útgáfu á korti fyrir Cycling Westfjords sem fram fer á Vestfjörðum í sumar. Menningar- og ferðamálaráð tók erindið fyrir á 20. fundi sínum 15. febrúar 2022 og mælti með að styrkur yrði veittur.

Bæjarráð samþykkir að veita 50.000 kr. styrk til útgáfu kortsins.