Hoppa yfir valmynd

Umsagnarbeiðni - Notkun ásætuvarna í Patreks- og Tálknafirði

Málsnúmer 2201038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. febrúar 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Eva Dögg Jóhannsdóttir kom inn á fundinn og fór yfir matsskyldufyrirspurn Arctic Sea Farm með hafna- og atvinnumálaráði.
Valdimar Bernódus Ottósson vék af fundi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20. janúar 2022 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna noktunar umhverfisvænna ásætuvarna Arctic Sea Farm í Patreks- og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Eva Dögg Jóhannsdóttir vék af fundi.

Hafna- og atvinnumálaráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrirhugðum áformum og umhverfisáhrifum þeirra. Miðað við fyrirliggjandi gögn, mælingar og fyrri úrskurð Skipulagsstofnunar í sambærilegu máli telur Hafna- og atvinnumálaráð að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Hafnar- og atvinnumálaráð vill benda á að framkvæmdin er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Valdimar Bernódus Ottósson kom aftur inn á fundinn.