Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

Málsnúmer 2201042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. janúar 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022 ásamt minnisblöðum byggingafulltrúa og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar. Um er að ræða viðauka vegna tveggja verkefna. Annars vegar vegna verkefnisins verndarsvæði í byggð, fyrir liggur að fara þarf í fornleyfaskráningu, er áætlaður kostnaður 4,6 milljónir. Kostnaðinum er mætt með styrk frá Minjastofnun uppá 10,6 milljónir en hluti styrksins er vegna kostnaður sem féll á verkið á fyrri stigum verksins. Hins vegar er um fjárfestingarakostnað vegna kaupa og ísetningar lyftu í ráðhús Vesturbyggðar. Kostnaður vegna lyftunnar eru 6,8 milljónir og fékkst styrkur frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 2,9 milljónir á móti kostnaðinum.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstða A hluta batnar um 6 milljónir og verður 76,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta batnar um 6 milljónir og verður 50,1 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 2,2 milljónir og verður 50 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 2,2 milljónir og verður 63,7 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
16. febrúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022 ásamt minnisblöðum byggingafulltrúa og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar. Um er að ræða viðauka vegna tveggja verkefna. Annars vegar vegna verkefnisins verndarsvæði í byggð, en fyrir liggur að fara þarf í fornleyfaskráningu og er áætlaður kostnaður 4,6 milljónir. Kostnaðinum er mætt með styrk frá Minjastofnun uppá 10,6 milljónir en hluti styrksins er vegna kostnaðar sem féll á verkið á fyrri stigum. Hins vegar er um að ræða fjárfestingarkostnað vegna kaupa og ísetningar lyftu í ráðhús Vesturbyggðar. Kostnaður vegna lyftunnar eru 6,8 milljónir og fékkst styrkur frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 2,9 milljónir á móti kostnaðinum.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta batnar um 6 milljónir og verður 76,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta batnar um 6 milljónir og verður 50,1 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 2,2 milljónir og verður 50 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 2,2 milljónir og verður 63,7 milljónir.

Til máls tóku: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
15. júní 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna kaupa á lyftara fyrir áhaldahús og Patreksfirði. Tækið kostar 10 milljónir og er mætt með lækkun á handbæru fé. Kaupin hafa ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A og B hluta en handbært fé í A hluta lækkar um 10 milljónir og verður 36,2 milljónir. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 10 milljónir og verður 49,9 milljónir.

Bæjarráð staðfestir viðaukann í umboði bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
13. september 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 ásamt fundargerð aðalfundar fyrir Húsfélagið Sigtún 57-67. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmdar uppá 3,3 milljónir við íbúðirnar Sigtún 59 og Sigtún 67 sem eru í eigu Fasteigna Vesturbyggðar. Jafnframt er lagt fyrir minnisblað tónlistarskólaskólastjóra vegna aukins launakostnaðar við tónlistarskólann.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður neikvæð um 78,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 48,1 milljón. Handbært fé í A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 34,2 milljónir. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 44,6 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
19. september 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022 ásamt greinagerð bæjarstjóra og gögnum um áætlaðan kostnað við verkefnið. Viðaukinn er lagður fyrir vegna áætlana um ævintýraborgir sem reisa á við leikskólann Araklett á Patreksfirði vegna aukins fjölda leikskólabarna. Viðaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum en raun útsvarstekjur fyrir tímabilið janúar - ágúst eru um 64 milljónum yfir áætlun.

Kostnaðurinn sem til fellur vegna verkefnisins á árinu 2022 eru 35 milljónir. Útsvarstekjur eru hækkaðar um sömu tölu á móti til að mæta útgjaldaaukanum.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta hækkar um 35 milljónir og verður neikvæð um 43,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta hækkar um 35 milljónir og verður 83,1 milljón. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
21. september 2022 – Bæjarstjórn

Lagðir fyrir viðaukar 3 og 4 við fjárhagsáætlun. Viðauki 3 var tekin fyrir á 946. fundi bæjarráðs þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.

Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmdar uppá 3,3 milljónir við íbúðirnar Sigtún 59 og Sigtún 67 sem eru í eigu Fasteigna Vesturbyggðar. Jafnframt er lagt fyrir minnisblað tónlistarskólaskólastjóra vegna aukins launakostnaðar við tónlistarskólann.

Viðauki 4 var tekin fyrir á 947. fundi bæjarstjórnar það sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar. Viðaukinn er lagður fyrir vegna áætlana um ævintýraborgir sem reisa á við leikskólann Araklett á Patreksfirði vegna aukins fjölda leikskólabarna. Viðaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum en raun útsvarstekjur fyrir tímabilið janúar - ágúst eru um 64 milljónum yfir áætlun. Kostnaðurinn sem til fellur vegna verkefnisins á árinu 2022 eru 35 milljónir. Útsvarstekjur eru hækkaðar um sömu tölu á móti til að mæta útgjaldaaukanum.

Til máls tók: Varaforseti

Viðauki 3 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður neikvæð um 78,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 48,1 milljón. Handbært fé í A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 34,2 milljónir. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 44,6 milljónir.

Viðauki 4 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta hækkar um 35 milljónir og verður neikvæð um 43,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta hækkar um 35 milljónir og verður 83,1 milljón. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða
11. október 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna aukins kostnaðar við snjómokstur á árinu 2022. Á 939. fundi bæjarráðs var minnisblað sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs tekið fyrir þar sem farið var yfir snjómokstur það sem af var árinu 2022. Fól bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáæltun 2022 svo hægt yrði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs. Við gerð viðaukans var horft til meðalkostnaðar fyrir árin tímabilið október - desember fyrir árin 2019 - 2021, jafnframt var tekið tillit til þess kostnaðar sem þegar hafði orðið. Viðbótarkostnaður sem gert er ráð fyrir í viðaukanum vegna snjómoksturs og hálkueyðingar eru 14,4 millj.kr. Viðaukanum er mætt með því að kostnaður vegna fjárfestingar í slökkvibifreið færst yfir á árið 2023 er því fjárfestingin tekin út. Farið var í útboð á slökkvibifreið sem tekið var fyrir og samþykkt á fundi 373. fundi bæjarstjórnar þann 17. ágúst sl. og kemur greiðsla vegna hans ekki til fyrr en á árinu 2023.

Viðauki 5 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður neikvæð um 57,6 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður jákvæð um 68,7 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 39,8 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 50,2 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukanna og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
20. október 2022 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna aukins kostnaðar við snjómokstur á árinu 2022. Á 939. fundi bæjarráðs var minnisblað sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs tekið fyrir þar sem farið var yfir snjómokstur það sem af var árinu 2022. Fól bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáæltun 2022 svo hægt yrði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs. Við gerð viðaukans var horft til meðalkostnaðar fyrir tímabilið október - desember, árin 2019 - 2021, jafnframt var tekið tillit til þess kostnaðar sem þegar hafði orðið. Viðbótarkostnaður sem gert er ráð fyrir í viðaukanum vegna snjómoksturs og hálkueyðingar eru 14,4 millj.kr. Viðaukanum er mætt með því að kostnaður vegna fjárfestingar í slökkvibifreið færst yfir á árið 2023 er því fjárfestingin tekin út. Farið var í útboð á slökkvibifreið sem tekið var fyrir og samþykkt á fundi 373. fundi bæjarstjórnar þann 17. ágúst sl. og kemur greiðsla vegna hans ekki til fyrr en á árinu 2023.

Viðauki 5 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður neikvæð um 57,6 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður jákvæð um 68,7 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 39,8 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 50,2 milljónir.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða
9. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmda við fyrirstöðugarð og flotbryggju við Brjánslækjarhöfn. Verkefnið er styrkt af Vegagerðinni en það var boðið út á árinu. Lægsta tilboð reyndist nokkuð yfir því sem áætlað hafði verið í verkefnið og eykst hlutur Vesturbyggðar því um 11,7 m.kr. fer úr því að vera 21 m.kr. í 32,7 m.kr. Hlutur Vegargerðarinnar fer úr 30,6 m.kr í 49 m.kr. Heildarkostnaður við verkefnið eru 81,7 m.kr. Viðaukanum er mætt með lækkun á öðrum fjárfestingum við hafnir Vesturbyggðar. 7 m.kr við Bíldudalshöfn og 4 m.kr við Patreksfjarðarhöfn ásamt lækkunum á fjárfestingum í eignarsjóði.

Viðaukinn er jafnframt lagður fyrir vegna verkefna sem áætlað var að fara í á árinu en mun ekki nást og verður að mestu gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun 2023. Fjárfestingar í eignasjóði eru lækkaðar um 22,4 m.kr., fjárfestingar í vatnsveitu eru lækkaðar um 8,75 m.kr. og fjárfestingar í fráveitu eru lækkaðar um 4,2 m.kr. Lántökur eru lækkaðar á móti fjárfestingum um 33,7 m.kr.

Viðauki 6 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A, né A og B hluta en handbært fé í A hluta lækkar um 11,3 m.kr og verður 28,6 m.kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé í A og B hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
17. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lagðir fyrir viðaukar 7 og 8 við fjárhagsáætlun 2022. Viðauki 7 er lagður fyrir vegna uppreiknaðs stofnframlag skv. samningi um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal, sem undirritaður var í apríl 2021. Erindi þess efnis var tekið fyrir á 951. fundi bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa hækkun stofnframlaga sveitarfélagsins úr 13.484.751 í 15.387.771.

Búið var greiða 5.345.215, 29.01.2021 og færist því mismunurinn sem hækkun stofnframlaga í viðaukanum.

Viðaukanum er mætt með hækkun útsvars í samræmi við rauntölur fyrstu tíu mánuði ársins.

Viðauki 8 er lagður fyrir vegna breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.

Í viðaukanum er búið að færa hlutdeild Vesturbyggðar í áætlun Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2022 í upphaflega samþykkta áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Í yfirlitunum eru sýnd áhrif sem breytt ákvæði reglugerðar hafa á samþykkta áætlun 2022 fyrir Vesturbyggð.

Fyrirvari er á framsetningu á þessum viðauka sem byggir á samþykktri áætlun samstarfsverkefnis. Fyrirvari er um að mögulega verði annað hlutfall ábyrgðar ákvarðað þegar nánari upplýsingar og leiðbeiningar liggja fyrir. Fyrirvari er um að mögulega falli fleiri samstarfsverkefni undir ákvæði reglugerðarinnar.

Viðaukunum er vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar
23. nóvember 2022 – Bæjarstjórn

Lagðir fyrir viðaukar 6, 7 og 8 við fjárhagsáætlun 2022.

Viðauki 6 er lagður fyrir vegna framkvæmda við fyrirstöðugarð og flotbryggju við Brjánslækjarhöfn. Verkefnið er styrkt af Vegagerðinni en það var boðið út á árinu. Lægsta tilboð reyndist nokkuð yfir því sem áætlað hafði verið í verkefnið og eykst hlutur Vesturbyggðar því um 11,7 m.kr. fer úr því að vera 21 m.kr. í 32,7 m.kr. Hlutur Vegargerðarinnar fer úr 30,6 m.kr í 49 m.kr. Heildarkostnaður við verkefnið eru 81,7 m.kr. Viðaukanum er mætt með lækkun á öðrum fjárfestingum við hafnir Vesturbyggðar. 7 m.kr við Bíldudalshöfn og 4 m.kr við Patreksfjarðarhöfn ásamt lækkunum á fjárfestingum í eignarsjóði.

Viðaukinn er jafnframt lagður fyrir vegna verkefna sem áætlað var að fara í á árinu en mun ekki nást og verður að mestu gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun 2023. Fjárfestingar í eignasjóði eru lækkaðar um 22,4 m.kr., fjárfestingar í vatnsveitu eru lækkaðar um 8,75 m.kr. og fjárfestingar í fráveitu eru lækkaðar um 4,2 m.kr. Lántökur eru lækkaðar á móti fjárfestingum um 33,7 m.kr.

Viðauki 7 er lagður fyrir vegna uppreiknaðs stofnframlags skv. samningi um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal, sem undirritaður var í apríl 2021. Erindi þess efnis var tekið fyrir á 951. fundi bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa hækkun stofnframlaga sveitarfélagsins úr 13,5 m.kr. í 15,4 m.kr.

Búið var greiða 5,4 m.kr, 29.01.2021 og færist því mismunurinn sem hækkun stofnframlaga í viðaukanum.

Viðaukanum er mætt með hækkun útsvars í samræmi við rauntölur fyrstu tíu mánuði ársins.

Viðauki 8 er lagður fyrir vegna breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.

Í viðaukanum er búið að færa hlutdeild Vesturbyggðar í áætlun Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2022 í upphaflega samþykkta áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Í yfirlitunum eru sýnd áhrif sem breytt ákvæði reglugerðar hafa á samþykkta áætlun 2022 fyrir Vesturbyggð.

Fyrirvari er á framsetningu á þessum viðauka sem byggir á samþykktri áætlun samstarfsverkefnis. Fyrirvari er um að mögulega verði annað hlutfall ábyrgðar ákvarðað þegar nánari upplýsingar og leiðbeiningar liggja fyrir. Fyrirvari er um að mögulega falli fleiri samstarfsverkefni undir ákvæði reglugerðarinnar.

Viðaukarnir hafa þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 15,1 m.kr. og verður neikvæð um 72,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 15,3 m.kr. og verður jákvæð um 53,5 m.kr. Handbært fé í A hluta hækkar um 36,5 m.kr. og verður 3,4 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 24,4 m.kr. og verður 25,8 m.kr.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða
12. desember 2022 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna verkefna sem ekki næst á klára á fjárhagsárinu 2022 í hafnarsjóði og verður gert ráð fyrir á áætlun sveitarfélagsins á árinu 2023. Fjárhæðin sem færist yfir á næsta fjárhagsár er 17 m.kr. Í viðaukanum er jafnframt leiðrétt fyrir verkefnum sem styrkveitingar fengust í fiskeldissjóði. Í vatnsveitu er verkefni uppá 5,5 m.kr. frestað en það mun ekki klárast á árinu en á móti færist styrkur frá fiskeldissjóði. Færð er styrkfjárhæð uppá 900 þ. á móti kostnaði uppá sömu upphæð vegna hönnunar á gönguleið fyrir ofan leikskólann Araklett á Patreksfirði að öðru leiti verður verkefnið klárað á árinu 2023 og styrkur færður á móti, gert er ráð fyrir því í áætlun 2023. Bætt er við fjármagni til kaupa á leiktækjum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal fyrir 3,5 m.kr. kaupa á leiktækjum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal uppá 3,5 m.kr. Útgjaldaaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum sem eru umfram áætlun 2023_mv.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðuna. Handbært fé í A og bæ hluta hækkar um 17 m.kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé í A hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar í bæjarstjórn.
14. desember 2022 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn var tekin fyrir á 953. fundi bæjarráðs þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.

Viðaukinn er lagður fyrir vegna verkefna sem ekki næst að klára á fjárhagsárinu 2022 í hafnarsjóði og verður gert ráð fyrir á áætlun sveitarfélagsins á árinu 2023. Fjárhæðin sem færist yfir á næsta fjárhagsár er 17 m.kr. Í viðaukanum er jafnframt leiðrétt fyrir verkefnum sem styrkveitingar fengust í fiskeldissjóði. Í vatnsveitu er verkefni uppá 5,5 m.kr. frestað en það mun ekki klárast á árinu en á móti færist styrkur frá fiskeldissjóði. Færð er styrkfjárhæð uppá 900 þ. á móti kostnaði uppá sömu upphæð vegna hönnunar á gönguleið fyrir ofan leikskólann Araklett á Patreksfirði að öðru leiti verður verkefnið klárað á árinu 2023 og styrkur færður á móti, gert er ráð fyrir því í áætlun 2023. Bætt er við fjármagni til kaupa á leiktækjum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal uppá 3,5 m.kr. Útgjaldaaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum sem eru umfram áætlun 2023_mv.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðuna. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 17 m.kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé í A hluta.

Til máls tóku: Forseti og ÁS.

Bæjarstjórn smþykkir viðaukann samhljóða.